fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Segist vera betri mamma þegar hún reykir kannabis

Fókus
Mánudaginn 8. febrúar 2021 11:49

Caitlin. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir hefur komið af stað harðvítugri deilu á netinu eftir að hún viðurkenndi að hún reykir kannabis á hverjum degi og sagði það gera sig að betri móður.

Caitlin Fladager, 27 ára, býr í Vancouver í Kanada, þar sem neysla, kaup og sala í afþreyingar- og lækningaskyni er lögleg.

Caitlin er tveggja barna móðir og áhrifavaldur, með um 350 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún opnaði sig um kannabis-notkun sína á Instagram. News.au greinir frá.

„Mér finnst það svo fyndið hvað allir eru á móti kannabis. Enginn pælir í því þegar móðir segist njóta þess að fá sér rauðvín eða hvítvín eftir að börnin eru sofnuð. En þegar mamma segist reykja gras þá fá allir áfall,“ segir hún.

Caitlin varð ólétt af sínu fyrsta barni þegar hún var átján ára. Hún og æskuástin gengu í það heilaga og eignuðust annað barn.

„Ég hef aldrei verið mjög þolinmóð móðir. Kannabis gerir mig að betri móður. Ég fæ góðan nætursvefn eftir að ég reyki. Ég vakna vel hvíld með skýran huga.“

Caitlin beinir orðum sínum að öðrum foreldrum: „Það er í lagi að reykja gras eftir að börnin ykkar eru sofnuð. Það er í lagi að reykja til að vinna gegn kvíða. Minn kvíði hefur lagast til muna eftir að ég byrjaði að reykja. Það er í lagi að reykja til að þyngjast. Ég hef alltaf verið langt undir kjörþyngd. Ég hef aldrei verið í jafn heilbrigðri þyngd eins og núna.“

Caitlin segir að hún hafi átt vandamál með áfengi áður en hún byrjaði að reykja, en finnur ekki lengur fyrir þörfinni að drekka lengur.

„Kannabis er mitt vínglas, mín bjórdós. Þetta er minn tími til að slaka á. Þú getur alveg verið geggjuð mamma og reykt kannabis.“

Færslan hefur fallið misvel í kramið hjá netverjum og komið af stað harðvítugri deilu um kannabisnotkun foreldra.

„Hvort sem þú reykir kannabis á hverjum degi eða drekkur áfengi, þá er það samt vandamál,“ segir einn netverji.

Nokkrir netverjar segja að hún ætti ekki að reykja kananbis þegar hún væri ein með börnin, ef eitthvað kæmi upp á þá þyrfti hún að vera reiðubúin.

„Þú getur keyrt börnin þín á sjúkrahúsið eftir eitt vínglas, en ekki ef þú ert búin að reykja.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Caitlin Fladager (@caitlinfladager)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum