fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Þrír handteknir eftir ákeyrslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 05:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt umferðaróhapp í Vesturbænum og að tjónvaldur hefði ekið á brott frá vettvangi. Bifreið hans fannst skömmu síðar og voru þrír menn handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot á skyldum vegfarenda við umferðaróhapp, akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, akstur bifreiðar sviptir ökuréttindum, vörslu fíkniefna og fleira. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um falsaðan peningaseðil í verslun í Breiðholti. Hald var lagt á seðilinn og er málið í rannsókn.

Síðdegis í gær kom maður að bifreið sinni, sem var lagt í Bústaðahverfi, og var búið að stela hvarfakút undan bifreiðinni. Hún hafði staðið í stæðinu síðan á föstudag.

Á milli klukkan 19.00 og 22.30 var tilkynnt um innbrot í bifreiðar í miðborginni. Rúður höfðu verið brotnar í þeim og verðmætum stolið úr þeim.

Skráningarnúmer voru fjarlægð af einni bifreið í Vesturbænum í gærkvöldi eftir að í ljós kom að hún var ótryggð.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd