fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

ÍTR: Sundlaugarvörður í salnum þegar maðurinn drukknaði

Heimir Hannesson
Mánudaginn 25. janúar 2021 16:12

Maðurinn fannst hreyfingarlaus í innilaug Sundhallarinnar í Reykjavík. mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar hefur nú til skoðunar andlát í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn síðastliðinn. Fannst þá 31 árs gamall maður hreyfingarlaus á botni innilaugar Sundhallarinnar þar sem hann hafði legið í 6 mínútur. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur eftir lögreglunni var maðurinn endurlífgaður og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar.

Í viðtali við Morgunblaðið í morgun sagðist faðir hins látna ósáttur við yfirlýsingar lögreglunnar um að látinn sonur sinn hafi glímt við undirliggjandi sjúkdóma. Sagði hann það ljóst að hægt hefði verið að bjarga honum hefði einhver komið að honum fyrr. Gagnrýndi faðirinn harkalega aðbúnað Sundhallarinnar í Reykjavík og spurði hvernig það geti gerst að maður liggi hreyfingarlaus í svo langan tíma áður en hans varð vart.

DV spurði Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar fyrr í dag um öryggisbúnað í sundlaugum Reykjavíkur. Sagði Ómar Einarsson sviðsstjóri að hann vissi til þess að myndavélakerfi væri virkt í sundlaugunum, en gat ekki sagt til um stöðu á hreyfiskynjurum sem eiga að gera sundlaugarvörðum viðvart liggi eitthvað, eða einhver, í lauginni hreyfingarlaus í meira en 15 sekúndur.

Í tilkynningu frá ÍTR sem DV barst rétt í þessu segir að málið sé nú til skoðunar sem muni halda áfram næstu daga. Þá segir að Menningar-, íþrótta og tómstundaráði hafi verið gerð grein fyrir málinu.

„Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar,“ segir í tilkynningunni. „Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar.“

Segir í tilkynningunni að laugarvörður hafi verið í sal innilaugar Sundhallarinnar þegar slysið varð og laugarvörður í turni. Sem áður sagði lá maðurinn hreyfingarlaus á botni innilaugarinnar í sex mínútur.

„Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.“

DV greindi frá því fyrr í dag að niðurstöðu krufningar væri nú beðið en hennar væri þörf til þess að komast að dánarorsök. Það væri jafnframt fyrsta skref í rannsókn lögreglunnar, sem væri nú á frumstigi.

Sjá nánar: Rannsókn lögreglu á mannsláti í Sundhöllinni á frumstigi – Krufning á næstu dögum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram