fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Hamborgarabúlla Tómasar fyrir héraðsdómi eftir áramót – Ákært fyrir tollalagabrot og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 14:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagsetning er nú komin á aðalmeðferð í máli gegn Hamborgarabúllu Tómasar og skyldum aðilum en nokkrir fjölmiðlar hafa fjallað um málið fyrr í haust. Ákæran snýst um ólöglegan innflutning á kjöti og peningaþvætti vegna þess að ávinningur var nýttur af hinum meintu brotum. Ákæran var gefin út um miðjan janúar á þessu ári.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 19. janúar 2021. DV hefur ákæruna undir höndum en ákærðu eru starfsmaður fyrirtækisins, sem er kona á miðjum aldri, Hamborgarabúlla Tómasar ehf og TBJ (Tommi´s Burger Joint). Forsvarmaður Hamborgarabúllunnar og TBJ er Ingvi Týr Tómasson.

Ákæran snýst um að félögin og starfsmaðurinn hafi flutt inn nautakjöt á röngu tollnúmeri og borgað lægri tolla af því en reglur kveða á um. Afleitt meint brot af þessu varðar peningaþvætti, þar sem fyrirtækið hafi nýtt ávinninginn af hinum ólöglega innflutningi.

Í ákæru segir að aðilarnir hafi í átta tilvikum innflutnings á nautakjötsafurðum frá Bretlandi veitt tollyfirvöldum rangar eða villandi upplýsingar um tegund hluta afurðanna, nánar tiltekið frosna nautaframparta, með því að koma því til leiðar að tollmiðlari sem sinnti tollskjalagerð í umboði félaganna tilgreindi þær í öllum tilvikum ranglega á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu undir röngu tollskrárnúmeri, sem kjöt með beini, þegar um var að ræða beinlaust kjöt.

Samkvæmt ákæru var ávinningur af þessum brotum tæplega 20 milljónir. Lögmaður Hamborgarabúllunnar hefur látið hafa eftir sér að mistök hafi verið gerð við útfyllingu á tollskýrslum. Kjötið hafi verið fyrir misskilning fært í rangan tollflokk og þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrst þegar kjötið var flutt inn hafi starfsmaðurinn sem er meðal ákærðra aðila staðið í þeirri trú að tollskýrslurnar væru rétt útfylltar.

Í peningaþvættishluta ákærunnar er starfsmaðurinn ákærður fyrir peningaþvætti upp á tæplega 8 milljónir og TBJ félagið og starfsmaðurinn eru að auki ákærð saman fyrir peningaþvætti upp á rúmlega 8,6 milljónir.

Krafist er þess að starfsmaðurinn sem fyllti skýrslurnar rangt út verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Hins sama er krafist varðandi félögin tvö, TBJ og Hamborgarabúllu Tómasar.

Stofnandi Hamborgarabúllunnar er hinn víðfrægi Tómas Tómasson, alltaf kallaður Tommi. Búllan er orðin að alþjóðlegri keðju með nokkra sölustaði hérlendis og í hinum ýmsu löndum, Englandi, Þýskalandi og Ítalíu. Tekið skal fram að Tommi sjálfur hefur enga aðkomu að þeim málum sem snerta þessa ákæru.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“