fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Leynilegur listi afhjúpar verðmuninn á bóluefnum gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 05:48

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti, væntanlega fyrir mistök, verðlista yfir nokkur bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, á Twitter á fimmtudaginn. Hún eyddi færslunni fljótlega en upplýsingar um verð bóluefna frá lyfjafyrirtækjunum eru trúnaðarmál. En samt sem áður náðu margir að sjá verðlistann.

PoliticoWashington Post og Brussels Times skýra frá þessu auk fjölda annarra fjölmiðla.

Verðin ná yfir þau sex bóluefni sem ESB hefur gert samninga um kaup á með þeim skilyrðum að þau virki og verði samþykkt til notkunar. Verðin eru niðurstaða samningaviðræðna framkvæmdastjórnar ESB og lyfjafyrirtækjanna og gilda þau fyrir öll aðildarríki ESB.

Eftir því sem De Bleeker skrifaði þá er bóluefnið frá hinu sænsk/breska AstraZeneca, oft nefnt Oxfordbóluefnið, ódýrast en skammtur af því kostar 1,78 evrur. Dýrasta bóluefnið er frá hinu bandaríska Moderna en skammturinn af því kostar 18 dollara.

Bóluefnin frá þýska BioNTech og bandaríska Pfizer eru þau næstdýrustu en hver skammtur af þeim kostar 12 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri