fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. desember 2020 19:00

Eldflaug Blue Origin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ætlar að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins. Þetta sagði Bezos nýlega í færslu á Instagram.

NASA mun fljótlega taka ákvörðun um hvaða einkafyrirtæki mun flytja geimfara til tunglsins en það á að gerast á næstu þremur árum. „Þetta er geimflaugin sem mun flytja fyrstu konuna til tunglsins,“ skrifaði Bezos á Instagram og birti myndband af prófunum á BE-7 eldflaug í tilraunastöð NASA í Alabama.

Tólf karlar hafa gengið á yfirborði tunglsins en engin kona. NASA stefnir að því að breyta því á næstu árum. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, sagði á síðasta ári að fyrsta konan, sem verður send til tunglsins, verði valin úr hópi núverandi geimfara stofnunarinnar. „Á sjöunda áratugnum var ekki mögulegt fyrir ungar konur að sjá sig í þessu hlutverki. Í dag geta þær gert það og ég tel þetta mjög spennandi tækifæri,“ sagði hann.

BE-7 eldflaugin á að flytja geimfar, sem lendir á tunglinu, á braut um tunglið. Blue Origin vinnur einnig að smíði geimfarsins sem á að nota en að því verkefni koma einnig Lockheed Martin, Northrop Grumman og Draper.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks