fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Glæpadrottningin Lilja Sigurðardóttir: Ég þjálfaði bardagahana í Mexíkó sem barn

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 10. desember 2020 20:00

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur með eina af hænunum sínum. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur á að baki ævintýralega ævi. Hún þjálfaði bardagahana sem barn í Mexíkó, skrifaði fyrstu skáldsöguna sína í hádegishléum og sannfærði eiginkonuna um að hún væri sú eina rétta þrátt fyrir 15 ára aldursmun.

Hún var að gefa út sína áttundu glæpasögu sem heitir Blóðrauður sjór.

Lilja er í forsíðuviðtali í nýju helgarblaði DV sem kemur út í fyrramálið. Hér er brot úr viðtalinu.

„Mitt prívatlíf er ósköp notalegt. Ég bý við Elliðavatn þar sem við Magga Pála, konan mín, vorum svo heppnar að finna fallegt gamalt hús með stóru landi og við höfum verið að dúlla okkur við að gera húsið og garðinn upp. Í vor, þegar það stefndi í að við yrðum svona mikið heima, þá fékk ég mér hænur. Það er nýjasta áhugamálið,“ segir Lilja Sigurðardóttir hlæjandi. Konan hennar er Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, og hafa þær komið sér vel fyrir í hlýlegu húsi við vatnið.

Lilja segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á hænum, allt frá því hún þjálfaði bardagahana sem barn. Ævintýragjarnir foreldrar hennar bjuggu með börnin fjögur um víða veröld og það var í litlu þorpi í Mexíkó sem hún kynntist hanaati. „Þegar ég var barn fór ég fyrir skóla og hljóp með bardagahana fyrir mann sem var fatlaður og gat því ekki sjálfur hlaupið með hanana sína. Þetta var fyrsta vinnan mín og ég fékk borgað fyrir að þjálfa þessa bardagahana. Mér fannst hanaatið spennandi þegar ég var krakki en ég held að ég gæti ekki horft á það núna,“ segir hún.

Misjafnlega metnaðarfullar hænur

Lilja heldur aðeins hænur – engan hana – og þær geta verið býsna ákveðnar.

„Ef það er enginn hani þá verður bara ein hænan yfirhæna. Það er ströng goggunarröð og skýrt hver er foringinn. Hinar verða bara að hlýða. Yfirhænan þarf ekki að gogga í aðrar hænur því hún er með tvær bestu vinkonur sínar með sér sem sjá um að gogga í aðrar hænur. Yfirhænan byrjar líka að éta, síðan þær sem eru henni næstar og þær sem eru síðastar í goggunarröðinni fá afgangana.

Þetta er kannski ekki svo ólíkt mannlegu samfélagi þó goggunarröðin sé öllu bókstaflegri hjá hænunum og þær eru ekkert að spara fantaskapinn er einhver hænan reynir að teygja sig of langt.

Öðru hvoru getur komið inn í hænuhóp ný og metnaðarfull hæna sem vill vinna sig upp metorðastigann. Hún þarf þá að berjast fyrir sínu og þá verða átök og spenna um tíma. Þetta veltur líka hreinlega á persónuleika þeirra en ekki bara hvenær þær koma inn í hópinn. Mér finnst hænurnar vera afskaplega skemmtileg dýr og ég hef gaman af þeim. Þær borga svo leiguna með því að gefa okkur egg,“ segir hún hæstánægð.

Á forsíðunni heldur Lilja á Malinche, mexíkanskri hauskúpu frá 16. öld sem er fjölskyldugersemi. Lilja segir gamansöm að Malinche sé sinn Ghost Writer.

Viðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaðinu.

Einfalt er að gerast áskrifandi að vef- og/eða prentútgáfu með því að smella hér: dv.is/skraning 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“