fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

KSÍ búið að taka ákvörðun um að reka Jón Þór áður en fundað er

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. desember 2020 14:29

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ákveðið að reka Jón Þór Hauksson úr starfi landsliðsþjálfara, frá þessu greinir Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net. KSÍ hefur ekki enn tekist að funda um málið með Jóni sem losnar úr sóttkví síðar í dag.

Meira:
Valtýr Björn um ábyrgð Borghildar í máli Jóns Þórs: „Sorrí, þetta er búið… bless!“

Sambandið stefnir á að funda með Jóni Þóri síðar í dag þegar hann losnar úr sóttkví, þar verður honum rétt uppsagnarbréfið samkvæmt frétt Fótbolta.net vegna málsins sem verið hefur í fjölmiðlum.

Atvik kom upp í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í síðustu viku. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Samkvæmt heimildum DV fóru hlutirnir í þeim gleðskap fljótt úr böndunum eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum fékk yfir sig fúkyrði frá þjálfaranum. Starfsfólk KSÍ reyndi í nokkur skipti að koma Jóni Þóri upp á herbergi sitt á hótelinu en það gekk brösuglega.

Margar af leikmönnum liðsins hafa viljað Jón Þór burt úr starfi frá því í mars á þessu ári þegar liðið tók þátt í Pinatar Cup á Spáni. Þannig herma heimildir að leikmenn hafi rætt við forystu KSÍ eftir það mót um hvort hægt væri að skipta út þjálfaranum. Leikstíll liðsins undir hans stjórn og upplegg þjálfarans væri eitthvað sem margir leikmenn væru ósáttir við, sambandið sagði leikmönnum að slíkt kæmi ekki til greina.

Meira:
Stelpurnar hafa lengi viljað losna við Jón Þór úr starfi

Í frétt Fótbolta.net er sagt frá því að Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks sé líklegur eftirmaður Jóns Þórs en samkvæmt heimildum 433.is hefur hann áhuga á starfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla