fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Valtýr Björn um ábyrgð Borghildar í máli Jóns Þórs: „Sorrí, þetta er búið… bless!“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. desember 2020 13:46

Mynd/ Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson og forystufólk KSÍ mun að öllum líkindum síðar í dag setjast niður og ræða framtíð þjálfarans í starfi. Jón Þór lýkur sóttkví í dag ef niðurstaða úr COVID-19 prófi reynist neikvæð. Samkvæmt heimildum er stefnt að fundi síðdegis í dag til að fara yfir málið.

Meira:
KSÍ búið að taka ákvörðun um að reka Jón Þór áður en fundað er

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er óvíst með framtíð Jóns Þórs í starfi eftir að hafa komið liðinu inn á Evrópumótið í síðustu viku. Jón Þór gæti misst starf sitt á næstu dögum eftir miður skemmtilega uppákomu í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í síðustu viku. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Valtýr Björn Valtýsson, útvarpsmaður með þátt sinn Mín Skoðun kallar eftir því að fleiri verði látnir axla ábyrgð, nefnir hann allt starfslið landsliðsins sem var með í för. Áfengi hafi verið haft um hönd í kringum stúlkur sem ekki hafa aldur til að drekka áfengi.

„Það eru svo mörg atriði í þessu máli. Þau eru í búbblu og eru að fara í flug daginn eftir. Það er greinilega ákveðið að veita áfengi. Það er gert. Þarna eru tvær sautján ára stelpur í hópnum og alls fjórar stelpur sem mega ekki fara inn í vínbúð á Íslandi,“ segir Valtýr Björn í þætti sínum og Fótbolti.net fjallaði fyrst um.

Meira:
Stelpurnar hafa lengi viljað losna við Jón Þór úr starfi

Valtýr kallar eftir því að fleiri axli ábyrgð

„Ég sá frétt á Stöð 2 í gær þar sem var verið að tilgreina aðila sem gætu tekið við. Ian Jeffs var nefndur sem dæmi, hann er aðstoðarþjálfari. Mér finnst hann alveg ‘out’, bara gleymdu því. Hann er hlutaðeigandi í þessu máli.“

Valtýr vill að allt starfslið KSÍ sem var með í þessari ferð beri ábyrgð í þessu máli og nefnir Borghildi Sigurðardóttur, varaformann sem var með í för.

„Hún er varaformaður KSÍ. Ábyrgð þessara aðila og ábyrgð varaformanns KSÍ er bara þónokkuð mikil. Mér finnst þetta lið, sorrí, þetta er búið… bless! Þessir ellefu aðilar eru ábyrgir fyrir þessum hóp, og þarna er varaformaður KSÍ!,“ sagði Valýr Björn

Borghildur Sigurðardóttir vildi ekki ræða málið við Vísir.is.  Hlusta má á þáttinn Mín skoðun hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær
Hartman í Val