fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
433Sport

Stelpurnar hafa lengi viljað losna við Jón Þór úr starfi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. desember 2020 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því í mars á þessu ári hefur talsverður fjöldi leikmanna í A-landsliði kvenna viljað losna við Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfara úr starfi. Þetta herma öruggar heimildir DV.

Jón Þór Hauksson gæti misst starf sitt sem landsliðsþjálfari á næstu dögum eftir miður skemmtilega uppákomu í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í síðustu viku. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Samkvæmt heimildum DV fóru hlutirnir í þeim gleðskap fljótt úr böndunum eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum fékk yfir sig fúkyrði frá þjálfaranum. Starfsfólk KSÍ reyndi í nokkur skipti að koma Jóni Þóri upp á herbergi sitt á hótelinu en það gekk brösuglega.

Margar af leikmönnum liðsins hafa viljað Jón Þór burt úr starfi frá því í mars á þessu ári þegar liðið tók þátt í Pinatar Cup á Spáni. Þannig herma heimildir að leikmenn hafi rætt við forystu KSÍ eftir það mót um hvort hægt væri að skipta út þjálfaranum. Leikstíll liðsins undir hans stjórn og upplegg þjálfarans væri eitthvað sem margir leikmenn væru ósáttir við, sambandið sagði leikmönnum að slíkt kæmi ekki til greina.

Þá segir Morgunblaðið frá því að nokkrir leik­menn sem hafa verið fasta­kon­ur í ís­lenska landsliðshópn­um í knatt­spyrnu und­an­far­in ár íhuga nú að gefa ekki kost á sér í kom­andi landsliðsverk­efni, verði Jón Þór áfram þjálfari.

Forysta KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til en búist er við að Jón Þór losni úr sóttkví í dag ásamt öðru starfsfólki sem var í ferðinni, þá getur sambandið sest niður með öllum aðilum og fundað um framtíð þjálfarans.

Í grein Morgunblaðsins er sagt frá því að Jón Þór hafi talað á óviðeigandi hátt til leikmanna og sumir hafi fengið það óþvegið fyrir framan allan hópinn. „Sum þess­ara niðrandi um­mæla áttu sér stað fyr­ir fram­an all­an leik­manna­hóp­inn og snéru að getu leik­mann­anna;“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður afrek Rooney að engu?

Verður afrek Rooney að engu?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pepsi-Max kvenna: Íslandsmeistararnir töpuðu stórt í Eyjum

Pepsi-Max kvenna: Íslandsmeistararnir töpuðu stórt í Eyjum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óli Kristjáns og félagar töpuðu – Silkeborg fer upp

Óli Kristjáns og félagar töpuðu – Silkeborg fer upp