fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Kjartan Henry á skotskónum í sigri gegn sínu gamla liði

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 14:55

Kjartan Henry í leik með Horsens / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður AC Horsens, var í byrjunarliði og skoraði annað mark liðsins í 3-1 sigri gegn sínu fyrrum félagi, Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Ágúst Hlynsson, kom inn á sem varamaður fyrir Kjartan á 87. mínútu.

Louka Prip, kom Horsens yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu.

Á 41. mínútu var röðin komin að Kjartani Henry er hann tvöfaldaði forystu Horsens.

Á 49. mínútu skoraði síðan Jannik Pohl sitt annað mark í leiknum með marki úr vítaspyrnu.

Wahid Faghir minnkaði muninn fyrir Vejle með marki á 92. mínútu leiksins en nær komst Vejle ekki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í sigri Horsens sem hefur líklegast reynst Kjartani Henry afar sætur. Hann gekk til liðs við Horsens frá Vejle í október eftir að hafa fengið lítinn spilatíma hjá síðarnefnda félaginu.

Kjartan fékk samningi sínum við Vejle rift en hann var úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóra liðsins eftir að hafa gagnrýnt liðsval hans.

Horsens er eftir sigurinn í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir 10 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Í gær

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“

Danir gengu berserksgang og lúskruðu á Íslendingum – „Varð allt vitlaust“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“

Kristján hreinskilinn er hann var spurður út í sumarið – „Þetta var ömurlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla