fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Ef við fögnum jólunum deyr fólk í janúar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 17:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hvetur landa sína til að fara varlega um jólin og hafa jólin róleg og fámenn og forðast fjölmennar jólasamkomur. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur lagst þungt á Ítalíu.

„Ein vika með algjörlega takmarkalausri samveru mun þýða að í janúar verðum við að greiða það dýru verði með mikilli aukningu dauðsfalla og álags á gjörgæsludeildirnar. Við höfum ekki efni á því,“ sagði Conte að sögn Bild.

Ítalir fóru illa út úr fyrstu bylgju faraldursins og ástandið er ekki betra nú í annarri bylgju hans. Í síðustu viku náði fjöldi dauðsfalla sama stigi og var fyrri hluta apríl. Í heildina hafa rúmlega 51.000 manns látist af völdum COVID-19 á Ítalíu.

Álagið á heilbrigðiskerfi landsins hefur verið gríðarlegt síðan heimsfaraldurinn skall á síðasta vetur. Við þessu hefur verið brugðist með því að tvöfalda fjölda gjörgæslurýma sem eru nú orðin 9.931 í landinu. Einnig hefur öndunarvélum verið bætt við en hins vegar hefur aðeins 625 svæfingalæknum og öðrum með sérþekkingu á því sviði verið bætt við starfsmannafjöldann að sögn The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik