fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Þróuðu app til að einfalda og auka öryggi við lyfjakaup

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækin Vettvangur og Stokkur hafa í sameiningu þróað nýtt og byltingarkennt app í samstarfi við Lyfju sem einfaldar og eykur öryggi við kaup á lyfjum. Appið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið appsins er að auðvelda kaup á lyfjum á sem öruggastan máta.

,,Með appinu geta viðskiptavinir séð hvaða lyfseðla þeir eiga í gáttinni. Þeir geta pantað lyf og sótt pöntun í næsta apótek Lyfju í gegnum flýtiafgreiðslu sem tryggir hraðari afhendingu. Hægt er að fá lyfin send heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins. Viðskiptavinir geta séð verð á lyfjum og stöðuna í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga Íslands auk að fá ráðgjöf í netspjalli,“ segir Elmar Gunnarsson, einn eigenda og stofnandi Vettvangs, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun og rekstri á stafrænum lausnum. Stokkur starfar við hönnun og þróun á öppum.

,,Það var áhugaverð áskorun að þróa þessa lausn, en hún snertir í raun á öllum innviðum Lyfju en fyrirtækið er í þessari stafrænu umbreytingaherferð eins og svo margir viðskiptavinir okkar. Það er mikil breyting að eiga sér stað í viðskiptum og þjónustu og stafrænar lausnir spila lykilhluutverk þar. Vettvangur og Stokkur hafa unnið saman seinustu ár m.a. við þróun lausna fyrir Dominos sem hafa gengið mjög vel og eru raunar orðnar landsfrægar,“ segir Elmar.

Hann bætir við að Lyfja sjái sjálf um heimsendinguna og telur það bestu lausnina því þá hafi fyrirtækið sjálft stjórn á eigin þjónustuupplifun til viðskiptavina. ,,Það er ekki nóg að koma bara flottustu lausnirnar því þarf að fylgja þessu eftir alla leið heim að dyrum viðskiptavina. Heildarupplifunin skiptir raunar öllu máli,“ segir Elmar.

Vettvangur hefur vaxið jafnt og þétt síðustu sjö ár frá stofnun. Alls starfa 15 manns hjá fyrirtækinu; hönnuðir, hugbúnaðarsérfræðingar og viðskiptaráðgjafar. Vettvangur var valið Fyrirtæki ársins hjá VR í flokki lítilla fyrirtækja í árlegri könnun VR sl. vor og var valið Fyrirmyndafyrirtæki ársins hjá VR á síðasta ári.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“