fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

U-21 lið Íslands sigraði Írland eftir dramatískar lokamínútur

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 14:33

Úr leiknum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 landslið karla mætti því írska á Írlandi í dag. Leiknum lauk með 1-2 sigri Íslands eftir dramatískar lokamínútur.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom Íslandi yfir eftir 25. mínútna leik. Hann skoraði eftir sendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni. Ísland leiddi með einu marki þegar flautað var til hálfleiks.

Á 75. mínútu varð Ari Leifsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark og þar með jafna metin fyrir Írland.

Á 87. mínútu fékk Írinn Nathan Collins rautt spjald eftir tæklingu. Írar spiluðu því einum manni færri síðustu mínútur leiksins.

Íslensku strákarnir nýttu sér liðsmuninn. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sigurmark leiksins eftir stoðsendingu frá Alfons Sampsted á 93. mínútu.

Með sigrinum komst Ísland í annað sæti riðilsins með 18 stig.

Írland U-21 1 – 2 Ísland U-21
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen (25′)
1-1 Ari Leifsson (75′)(Sjálfsmark)
1-2 Valdimar Þór Ingimundarson (93′)
Rautt spjald: Nathan Collins, Írland (87′)

Staðan í riðlinum:
1. Ítalía – 19 stig
2. Ísland – 18 stig
3. Írland – 16 stig
4. Svíþjóð – 15 stig
5. Armenía – 3 stig
6. Lúxemborg – 3 stig

Ísland og Írland hafa leikið níu leiki en hin liðin hafa leikið átta leiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimsfrægi hjartaknúsarinn hellti vel í sig um helgina – ,,Passaðu röddina!“

Heimsfrægi hjartaknúsarinn hellti vel í sig um helgina – ,,Passaðu röddina!“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan