Á fyrsta tímanum í nótt var karlmaður handtekinn í Skeifunni en hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.
Á fimmta tímanum í nótt var kona handtekin þar sem hún gat ekki greitt áfallið aksturgjald leigubifreiðar. Hún reyndist vera eftirlýst vegna rannsóknar á öðru máli og var því vistuð í fangageymslu.