fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

COVID-smit í húsinu í Mosfellsbæ – Íbúar sækja þýfið – „Við erum að sótthreinsa allt núna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 11:55

Aðsend mynd frá vettvangi aðgerða lögreglunnar við Brekkutanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Tanga- og Holtahverfi í Mosfellsbæ sem hafa orðið fyrir þjófnuðum að undanförnu eru nú að sækja þýfið í munageymslu Lögreglustöðvar 4 á Vínlandsleið. Kona sem varð fyrir því að miklum verðmætum var stolið úr geymslu hennar segist ekki fá allt endurheimt.

„Við fengum eitthvað af verkfærum og töskum en það vantar eitthvað ennþá,“ segir konan í samtali við DV. „Jólagjafirnar og fleira er skemmt eftir slæma meðferð,“ segir hún ennfremur og bætir við að það vanti nokkra flakkara með eigin myndefni mannsins hennar. Það séu tilfinningaleg verðmæti sem ekki fáist bætt.

Konan fékk þær upplýsingar að COVID-smit hefði verið í húsinu að Brekkutanga þar sem lögreglan gerði rassíu og gerði mikið magn af þýfi upptækt. „Þeir voru lítið að spà í það, völsuðu um allt. Við þurftum að sótthreinsa geymsluna,“ segir konan.

Hún segir að vissulega séu það dauðir hlutir sem hún hafi glatað en sumir þerira hafi tilfinningalegt verðmæti.

Lögreglan gerði rassíu í raðhúsi að Brekkutanga og öðru húsi að Þverholti í Mosfellsbæ. Í Brekkutangarassíunni var einn maður handtekinn en allmargt fólk býr í því húsi. Einhverir íbúanna eru greindir með COVID-smit. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn sem var handtekinn verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald:

„Karlmaður á sextugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 12. nóvember, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu.“

Þjófnaðar- og innbrotafaraldur hefur staðið lengi yfir í Mosfellsbæ en lögreglan hafði í nokkurn tíma haft umrædd hús og íbúa þar undir eftirliti. Var síðan látið til skarar skríða seint á miðvikudag.

Sjá einnig: Stór lögregluaðgerð í Mosfellsbæ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár