fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Arabaríki sniðganga franskar vörur vegna deilna um Múhameðsteikningar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 20:30

Brigitte og Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Arabaríkjunum færist sífellt í vöxt að fólk sé hvatt til að sniðganga franskar vörur eftir gagnrýni Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, á hendur öfgasinnuðum múslimum og loforð hans um að verja tjáningarfrelsið sem leyfir birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð.

Í Kúveit og Doha sniðganga margar verslanir franskar vörur og á samfélagsmiðlum hafa verið birtar myndir af fólki sem fjarlægir franska osta úr hillum verslana. Jórdanska utanríkisráðuneytið hefur gagnrýnt „áframhaldandi birtingar Frakka á skopmyndum af spámanninum Múhameð undir því yfirskyni að þær snúist um tjáningarfrelsi“.

Í Pakistan hefur hörð gagnrýni verið sett fram á Macron. Imran Khan, forsætisráðherra, sakaði Macron um „árás á Íslam“ í gær. Það gerði hann eftir að Macron gagnrýni öfgasinnaða íslamista og varði birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð. Á Twitter sagði Khan að Macron ali á sundrungu með orðum sínum.

„Það er óheppilegt að Macron kyndi undir andúð á Íslam með því að ráðast á Íslam í stað þess að ráðast á hryðjuverkamennina sem standa á bak við ofbeldi, hvort sem það eru múslimar, hugmyndafræði nasista eða þeir sem tala fyrir yfirburðum hvíta kynstofnsins,“

Skrifaði hann.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað veist að Macron að undanförnu. Á laugardaginn sagði hann að „Macron ætti að fara í geðrannsókn“. Frakkar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Tyrklandi. Í tilkynningu frá skrifstofu Macron segir að athugasemdir Erdogan séu óásættanlegar. Reiðiköst og móðganir séu ekki rétta aðferðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“