fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

COVID-smit hjá starfsmönnum Reykjalundar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. október 2020 13:40

Mynd: Reykjalundur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 smit hjá tveimur starfsmönnum á Reykjalundi er komið upp. Komi smitið upp á sólarhringsdeild þar sem 16 sjúklingar dveljast. Í yfirlýsingu sem forstjóri stofnunarinnar birti fyrir stuttu á Facebook kemur fram að mjög strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi á Reykjalundi undanfarið og komu þær sér vel við þessar aðstæður.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að almenn starfsemi Reykjalundar ætti ekki að raskast vegna smitann en yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Reykjalundur, 23. október 2020.
Covit-smit meðal starfsfólks Miðgarðs á Reykjalundi
Í gærkvöldi kom í ljós að tveir starfsmenn Reykjalundar mældust jákvæðir fyrir Covid-veirunni. Þeir eru báðir starfsmenn á Miðgarði sem er sólarhringsdeild með 14 rúmum. Á deildinni dvelja nú 16 sjúklingar þar sem Reykjalundur hefur verið að leggja sitt af mörkum síðustu daga með því að taka við sjúklingum af Landspítala til að létta þar á.
Um leið og grunur kom upp um mögulega sýkingu, sem og eftir að jákvætt sýni greindist, fóru í gang markvissir verkferlar um sóttvarnir og varnir gegn smitleiðum. Aðgerðirnar eru gerðar í nánu samráði við Smitrakningarteymi Almannavarna sem hefur í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Reykjalundar skipulagt starfsemi á Miðgarði í samræmi við ítrustu sóttvarnir og verkferla þar um, enda eru þar sjúklingar sem geta verið í áhættuhópum.
Sem betur fer, hafa í ljósi stöðunnar verið í gildi mjög strangar sóttavarnarreglur á Reykjalundi síðustu vikur. Starfsemin hefur farið fram í skilgreindum sóttvarnarhólfum
þannig að starfsemi Miðgarðs hefur verið aðskilin annarri starfsemi. Almenn starfsemi Reykjalundar ætti ekki að breytast vegna þessa, en þó er möguleiki að einhver minnkun verði á starfsemi meðferðarteyma sem gætu þurft færa til einhverja starfskrafta sína tímabundið til aðstoðar á Miðgarði.
Nú eru því 10 starfsmenn Miðgarðs í sóttkví eða veikindum og allur aðgangur að deildinni er bannaður nema í sérstökum undantekningartilvikum.
Búið er að láta sjúklinga Miðgarðs og aðstandendur vita af stöðu mála en enginn sjúklingur hefur sýkst ennþá svo vitað sé.
Ég vil nota þetta tækifæri og senda sjúklingum og starfsfólki Miðgarðs mínar bestu kveðjur. Ég veit að þeirra bíða mjög erfiðir dagar, hvort sem fólk er í sóttkví eða við vinnu. Fulltrúar framkvæmdastjórnar Reykjalundar munu í dag leita til margra í hópi annara starfsmanna Reykjalundar um að koma og aðstoða við vinnuframlag á Miðgarði næstu daga. Vonandi hafa sem flestir tök á að létta þar undir.
Ég vil jafnframt þakka fyrir markviss og öguð vinnubrögð í þessu erfiða máli um leið og ég sendi þeim sem hafa sýkst bestu batakveðjur.
Við sjúklinga okkar og aðstandendur þeirra vil ég harma þau óþægindi sem þetta ástand og ráðstafanir því tengdu hafa í för með sér.
Pétur Magnússon,
Forstjóri Reykjalundar“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“