fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Ljósmyndari afhjúpar sannleikann á bak við myndirnar á Instagram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. október 2020 20:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Kobeissi er ljósmyndari frá Detroit í Bandaríkjunum. Hún heldur úti vinsælli YouTube-rás með yfir 1,7 milljón áskrifendur. Hún birtir alls konar myndbönd um ljósmyndun og leyfir fylgjendum sínum að skyggnast á bak við tjöldin.

Í nýlegu myndbandi fer hún ítarlega yfir hvernig stjörnurnar og áhrifavaldar breyta myndunum sínum fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram.

Hún skoðar meðal annars myndir af Khloé Kardashian, Wendy Williams, Jennifer Lopez og fleirum.

Jessica segir að tilgangurinn sé ekki að gera lítið úr stjörnunum heldur vekja athygli á hvernig myndum er breytt. Það hafa örugglega flestir séð mynd á samfélagsmiðlum og hugsað: „Af hverju er húðin mín ekki svona?“ eða „Af hverju lít ég ekki svona út?“

Jessica sýnir að stjörnurnar sjálfar líta ekki einu sinni svona út, þær nota forrit til að breyta myndunum eða einhver annar breytir þeim fyrir þær.

Það er mjög fróðlegt að sjá hverju er breytt á myndunum, margt sem manni sjálfum hefði ekki dottið í hug. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“