fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Þorgrímur er starfsmaður landsliðsins með Covid-19 – „Það eru endalausir snertifletir“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. október 2020 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson starfsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur greinst með Covid smit. Fyrr í dag sagði 433.is frá því að smit væri í herbúðum karlalandsliðsins og að allir starfsmenn þess væru komnir í sóttkví meðan unnið væri að smitrakningu.

Vísir.is hefur eftir Þorgrími að hann sé „blóraböggullinn,“ en að hann sé ánægður með að þetta sé hann en ekki einhver annar. Þorgrímur segist þar vera stálsleginn og ekki finna fyrir neinum einkennum og undirstrikar að það sé ekkert feimnismál að hann sé smitaður.

Eins og kunnugt er er Þorgrímur sjálfur í þrusuformi enda afreksíþróttamaður sjálfur. Líklegt er talið að hn „Það eru endalausir snertifletir, við vorum ekki einir á hótelinu,“ segir Þorgrímur við Vísir.is

Eins og áður sagði virðast landsliðsmenn sleppa við að fara í sóttkví og því ekkert sem kemur í veg fyrir að leikurinn gegn Belgíu geti farið fram. Þó er ljóst að þjálfarar liðsins, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson muni ekki stýra liðinu, en þeir eru báðir í sóttkví.

Þorgrímur segir í viðtalinu vera að bíða eftir mótefnamælingu, og ekki loku fyrir það skotið að hann gæti „fengið góðar fréttir“ seinna í dag. Möguleiki sé því fyrir hendi að um sé að ræða gamalt smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal sagt leiða kapphlaupið um miðjumann sem United reyndi að kaupa

Arsenal sagt leiða kapphlaupið um miðjumann sem United reyndi að kaupa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi