fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Katrín Björk gerði samanburð á verði matvöruverslana – Niðurstaðan kom henni á óvart

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 12:35

Katrín Björk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Björk Birgisdóttir gerði samanburð á verði í matvöruverslunum á dögunum. Hún valdi sjálf í körfu í netverslun Krónunnar, körfu í netverslun Nettó og fór svo í Bónus að versla sambærilega körfu. Í samtali við DV segir hún að niðurstaðan hafi komið sér á óvart.

„Ég gerði smávægilegar breytingar þegar það sama var ekki í boði, eins og stór salsa á móti þremur litlum og venjulegar kartöflur á móti bökunarkartöflum. Ég hafði magnið mjög svipað. Blautþurrkur voru hræódýrar í Bónus en bara til dýrari tegundir í Nettó og Krónunni, en þetta virðist allt jafnast út við rest á endanum,“ segir hún.

„Eftir Bónus endaði ég sveitt með allt draslið fyrir 18.463 krónur. Krónan hefði sent heim eftir fjóra daga fyrir 18.806 krónur og Nettó hefði sent morguninn eftir fyrir 19.679 krónur.“

Kvittun Katrínar úr Bónus.

Katrín Björk segir að auðvitað fari það eftir innihaldi körfunnar að hverju sinni hver samanburðurinn sé. „En fyrir þessa stóru körfu var þetta niðurstaðan,“ segir hún.

„Í allri hreinskilni þá bjóst ég við að Bónus yrði um fimmtán þúsund krónur. Ég bjóst við töluvert meiri mun og að Nettó yrði dýrari. Það kom einnig á óvart hvað vöruúrvalið var mikið lélegra í Bónus en í Nettó og Krónunni. Í framtíðinni mun ég klárlega panta með fyrirvara hjá Krónunni eða panta hjá Nettó ef ég þarf vörurnar fyrr,“ segir Katrín við DV.

T.h.: Karfan í Krónunni. T.v.: Karfan í Nettó.

Reynslur annarra

Katrín Björk deildi niðurstöðum sínum í Facebook-hópinn Sparnaðartips. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa í kringum 200 manns líkað við færsluna. Fjöldi hefur einnig skrifað við færsluna og deilt sinni upplifun af netmatvöruverslunum. „Ég hef notast við Nettó í þessu ástandi og er sátt. Mitt helsta sparnaðartips í þessu samhengi er að kaupa aldrei fyrir minna en fimmtán þúsund, svo maður fái ókeypis heimsendingu,“ segir ein.

„Ég hef einmitt sett í körfu hjá Krónunni og verslað svo í Bónus, og það hefur alltaf komið talsvert ódýrara út í Bónus en Krónunni.“

„Ég er búin að vera að gera verðkönnun (ekki heimsent) á milli þessara þriggja verslana. Bónus er ódýrust en vörur í Krónunni eru bara ölrítið dýrari en oftast bara um eina krónu. Nettó er vel dýrari, oft mörg hundruðum á vöru. Til dæmis eru túrtappar rúmlega 200 kr dýrari og margt fleira,“ segir ein.

„Ég nýti mér mjög mikið að velja sækja möguleikann í Krónu-appinu. Svona fyrir þau sem eru ekki í sóttkví en vilja forðast að vera lengi inni í búð. Líða sirka þrjár mínútur frá ég stíg út úr bílnum þar til ég sest aftur inn,“ segir einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“