fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Heitir og hæfileikaríkir á lausu

Fókus
Laugardaginn 10. október 2020 21:40

Samsett mynd : DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhleypum landsmönnum – og konum, er tíðrætt um að það sé ekki hlaupið að því að því að verða ástfanginn á tímum kórónaveirunnar. Allra síst þegar grímuskylda og snertibann eru við lýði. Það má þó vissulega nýta hin ýmsu samskiptaforrit til þess að eiga samskipti og mynda tilfinningatengsl.

Á tímum sem þessum er hollt að horfa aftur til alda þar sem sjóðheit ástarbréf gengu manna á milli, oft svo mánuðum eða árum skipti, áður en snerting varð möguleg. Hvernig væri að smella í eitt funheitt ástabréf og sleppa útstáelsi sem stendur. Víðir myndi læka það!

JÓEL SÆMUNDSSON
Leikarinn Jóel Sæmundsson þykir sameina kyntákn og góða gæjann í eina ómótstæðilega blöndu að sögn vina. Jóel heimsækir heimili landsins öll sunnudagskvöld sem læknirinn í Ráðherranum, sjónvarpsþætti á RÚV. Þar er hann iðulega í eldhúsinu og þykir passa þar vel inn. Hann er hins vegar lítið fyrir að brjóta saman þvott í hinu raunverulega lífi, elskar körfubolta og er frá Þórshöfn á Langanesi
Jóel Sæmundsson. Mynd: IMDB
SIGURÐUR HELGI PÁLMASON
Sigurður Helgi er sjónvarpsstjarna á RÚV þar sem hann stýrir þáttunum Fyrir alla muni ásamt Viktoríu Hermannsdóttur auk þess er hann safnstjóri myntsafns Seðlabankans. Hann er því vafalaust veikur fyrir gömlum hlutum og kann að meta hluti með sögu. Siggi eins og hann er kallaður er sonur tónlistarhetjunnar Pálma Gunnarssonar og söng- og myndlistarkonunnar Þuríðar Sigurðardóttur svo hæfileikarnir drjúpa vafalaust af honum Sigga sem þykir toppgaur.
Sigurður Pálmason. Mynd: skjáskot

 

GUÐMUNDUR INGI GUÐBRANDSSON
Guðmundur Ingi er umhverfisráðherra og er fyrsti samkynhneigði karlráðherra þjóðarinnar. Guðmundur Ingi er með BSc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Guðmundur er kallaður Mummi, þykir einstaklega sjarmerandi og er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, svo það er uppáskrifað að hann er húsvanur og þykir jafnvel líklegur til afreka í eldhúsinu, en matreiðsla, móttaka gesta og borðsiðir eru meðal þess sem kennt er í skólanum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra

 

HANNES STEINDÓRSSON
Hannes er vinsæll fasteignasali og starfar hjá fasteignasölunni Lind. Hannes er heimakær, vill hafa minimalískt og smart í kringum sig og stundar líkamsrækt af kappi. Nánir vinir Hannesar segja hann gríðarlega duglegan og kraftmikinn húmorista sem heldur fast í kurteisina.

Hannes Steindórsson. Mynd: Lind

SKÚLI ANDRÉSSON
Skúli er draumurinn sem læðist að sögn vina hans. Bæði er maðurinn virkilega skemmtilegur og eldklár. Skúli er kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari og hefur starfað bæði hjá RÚV, Reykjavík studios og hjá Össur. Hann er frá Djúpavogi og þeir sem þekkja til segja hann sannkallaðan draum. Fyndinn, flippaður og fagur.

Skúli Andrésson Mynd: Instagram


SÖLVI SNÆR MAGNÚSSON

Sölvi er þekktur smekkmaður og gekk lengi undir nafninu Sölvi í Sautján, eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu í mörg ár, meðal annars sem listrænn stjórnandi. Síðan stofnaði hann tískuvöruverslunina Retro, stýrði auglýsingasölu hjá 365 og starfaði við hönnun hjá Ellingsen. Í dag er Sölvi einn eigenda Laundromat Café við Austurstræti.

Sölvi Snær. Mynd: Twitter

 

EMIL PÁLSSON
Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson frá Ísafirði leikur með norska liðinu Sandefjord, en liðið leikur í úr-valsdeildinni. Emil lék með FH áður en hann fór í atvinnumennsku og hefur í gegnum tíðina brætt nokkur hjörtu með breiðu brosi og fögrum lokkum. Svo er bara spurning hvort hann lokkar til sín sanna ást til Noregs? Heyrst hefur að húðflúrin, þvottabrettið, hvítar tennur og góður fatasmekkur Emils, sé bara toppurinn á ísjakanum.

Emil Pálsson. Mynd: Úr safni


RAGNAR AGNARSSON
Leikstjórinn og kyntröllið Raggi Agnars er ekki leiðinlegur. Raggi er einn eigenda SagaFilm og hefur starfað við kvikmynda-, auglýsinga- og sjónvarpsþáttagerð um árabil. Raggi stundar líkamsrækt af kappi, drekkur ekki áfengi, er lunkinn í golfi og hvers manns hugljúfi.

Raggi Agnars. Mynd: Skjáskot Facebook

 

JÓNSI
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Sigur Rós. Jónsi skildi við sambýlismann sinn, Alex Kendall Somer, fyrr á árinu. Jónsi er hæfileikabúnt með meiru, hannar ilm fyrir fyrirtækið Fischer sem systur hans eiga og elskar hommateknó, að eigin sögn. Jónsi er búinn að fá COVID-19 en hann missti lyktarskynið um tíma, sem er afar óheppilegt fyrir ilmhönnuð. Jónsi gaf út nýja sólóplötu fyrir skemmstu sem kallast Shiver og tók 10 ár í vinnslu. Platan er stórkostleg – eins og hann sjálfur.

Jónsi úr Sigur Rós. Mynd: Stéfán – úr safni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta