fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 10:09

Bubbi Morthens - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í Podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Bubbi um allt milli himins og jarðar og fara meðal annars yfir mikilvægi líkamsræktar í lífi Bubba.

„Ég beit það snemma í mig að vera í góðu formi og hef alltaf verið duglegur í ræktinni. En hvötin var alltaf ótti, ótti við allan andskotann. Alkahólisma, ég var misnotaður og margt margt fleira. Ræktin var oft flóttaleið sem veitti mér fró og gaf mér bensín og sjálfstraust, svo var ég í neyslu, en alltaf mætti ég í ræktina og gaf aldrei eftir þar. Svo sá ég „Pumping Iron” með Arnold Schwarzenegger og þar voru þeir að reykja gras og ég hugsaði: „Nákvæmlega!“ og fór að reykja gras fyrir æfingar og þá fékk maður svona rörsýn og var í nákvæmnisvinnu með vöðvana. Grasið virkaði einhvern vegin alltaf örvandi á mig, þannig að það virkaði fínt á þeim tíma. En síðan hafa forsendurnar breyst og núna tengi ég líkamsræktina við andlega rækt og almenna vellíðan og maður er farinn að horfa á það hvernig maður vill næra sig bæði líkamlega og andlega á sama tíma. Nú er það ekki lengur ótti, reiði og kvíði sem rekur mig áfram í gymminu, heldur vellíðan og hvað þetta gefur mér mikið.“

Að skynja salinn

Bubbi talar einnig um mikilvægi þess að fá salinn til að vinna með sér þegar hann heldur tónleika.

„Fyrstu þrjú lögin fara alltaf í það að skynja salinn og skynja fólkið og það er ákveðin kúnst. En eftir þrjú lög líður mér nánast alltaf eins og ég sé kominn með þetta. Þú getur alveg lent í því að salurinn tæmir þig og það má ekki gerast, maður verður að taka salinn eins og maður sé rafmagnsbíll sem er kominn í hleðslu. Ef salurinn tæmir þig, þá missir þú fókusinn og setur athyglina á ranga staði, salurinn er svolítið eins og alda og maður verður að „surfa“ hana hárrétt. Hjá mér virkar yfirleitt að byrja á tveimur rólegum „feel good“ lögum, en á einhverjum tímapunkti verður þú að hleypa fólki alveg inn og þá nærðu augnsambandi við fólkið í fremstu röðunum. Þegar salurinn finnur að þér líður í alvöru vel og þú ert tengdur, þá getur þú gert hvað sem er!“

Staðan í íslensku samfélagi

Sölvi og Bubbi ræða einnig um stöðuna í samfélaginu núna. Bubbi segist telja að við séum að nálgast þann punkt að ekki sé lengur hægt að bjóða fólki upp á að mega ekki stunda vinnu sína.

„Ég er svo heppinn að ég er á heiðurslaunum Alþingis, þannig að ég er með laun, en kollegar mínir, stærstur hluti þeirra, eru bara í frjálsu falli að verða gjaldþrota. Það eru bráðum komnir átta mánuðir án þess að hafa nokkrar tekjur. Þegar að það er sagt við einhvern: „Þú mátt ekki vinna,“ sem er það sem ríkið er að gera, taka af þér lífsviðurværið, hvað á þá að gera? Þetta er alveg galið ástand. Svo er alls konar afleidd atvinnustarfsemi líka í kringum listirnar og það fólk er að missa störfin sín líka. En ef ég leyfi mér að tala um þetta að þá  er bara sagt að ég eigi að halda kjafti af því að það sé verið að borga launin mín frá ríkinu.“

Aðspurður hvort við verðum ekki að fara að læra að lifa með faraldrinum án þess að breyta öllu segist Bubbi á þeirri skoðun.

„Það gæti verið komið að þeim tímapunkti núna. Við getum ekki haldið hópum frá því að stunda atvinnu sína í eitt eða tvö ár. Það er ekki hægt. Ég held að við séum að koma að þeim tímapunkti að verða að finna lausnir.“

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

https://www.youtube.com/watch?v=3pV1kmwKbag&t=721s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“