fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Fjarlægðu 31 tonn af drasli af heimili konu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. september 2020 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiltektarsérfræðingar fjarlægðu 31 tonn af drasli af heimili konu og breytingin er ótrúleg. Carol er frá Missouri í Bandaríkjunum. Hún er það sem er kallað „hamstrari“ (e. hoarder).

Í gegnum árin hefur hún safnað að sér alls konar hlutum og endaði með að fylla fallega húsið sitt af drasli. Nánast hvert herbergi var fullt af drasli og hún gat ekki gengið upp tröppurnar heima hjá sér vegna drasls.

Stiginn var fullur af drasli.

Carol deilir heimilinu með eiginmanni sínum, Dave. Fjölskylda þeirra fékk nóg og bað sérfræðingana í bandaríska sjónvarpsþættinum Hoarders til að koma og hjálpa Carol.

Ótrúleg breyting.
Það var fjarlægt 31 tonn af drasli úr húsinu.

Það er sýnt frá þættinum í stiklu fyrir elleftu þáttaröð Hoarders. Saga Carol hefur farið eins og eldur í sinu um netheima ásamt ótrúlegum „fyrir og eftir“ myndum af heimilinu.

„Þetta er fallegt hús en nú er mikil óreiða. Það er auðvelt að gleyma sér ef þú hefur áhuga á mörgu […] Ég missti tökin og þetta er allt mér að kenna,“ segir Carol áður en sérfræðingar tóku til hendinni.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni