fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Bóluefnasérfræðingarnir í Oxford segja að búast megi við fleiri heimsfaröldrum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 05:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Gilbert, prófessor við Oxford háskóla, stýrir vinnu vísindamanna við háskólann við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og að það verði tilbúið til notkunnar innan ekki svo langs tíma. Gilbert segir að hegðun og framferði okkar mannanna í tengslum við náttúruna auki hættuna á að veirur fari á flug um heimsbyggðina og ólíklegt sé að það dragi úr þeirri hættu með áframhaldandi alþjóðavæðingu.

„Meira þéttbýli, meiri ferðalög, eyðing skóga – allt þetta gerir að verkum að það er líklegra að svona faraldrar gjósi upp og breiðist út,“

sagði hún í samtali við The Independent.

„Vegna þess hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig hér í heiminum, þá er líklegra að sýkingar úr dýrum muni valda heimsfaröldrum í framtíðinni,“

sagði hún einnig.

Flestir vísindamenn telja að veiran, sem veldur COVID-19, hafi borist í menn úr leðurblökum en hugsanlega í gegnum annað dýr. Líklegast á matarmarkaði í Wuhan í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Aðrir banvænir sjúkdómar, til dæmis ebóla, Sars og Vestur-Nílarveiran eiga einnig upptök sín í dýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”