fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Bóluefnasérfræðingarnir í Oxford segja að búast megi við fleiri heimsfaröldrum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 05:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Gilbert, prófessor við Oxford háskóla, stýrir vinnu vísindamanna við háskólann við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og að það verði tilbúið til notkunnar innan ekki svo langs tíma. Gilbert segir að hegðun og framferði okkar mannanna í tengslum við náttúruna auki hættuna á að veirur fari á flug um heimsbyggðina og ólíklegt sé að það dragi úr þeirri hættu með áframhaldandi alþjóðavæðingu.

„Meira þéttbýli, meiri ferðalög, eyðing skóga – allt þetta gerir að verkum að það er líklegra að svona faraldrar gjósi upp og breiðist út,“

sagði hún í samtali við The Independent.

„Vegna þess hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig hér í heiminum, þá er líklegra að sýkingar úr dýrum muni valda heimsfaröldrum í framtíðinni,“

sagði hún einnig.

Flestir vísindamenn telja að veiran, sem veldur COVID-19, hafi borist í menn úr leðurblökum en hugsanlega í gegnum annað dýr. Líklegast á matarmarkaði í Wuhan í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Aðrir banvænir sjúkdómar, til dæmis ebóla, Sars og Vestur-Nílarveiran eiga einnig upptök sín í dýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin