fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ástæðan fyrir því að „konur hata munnmök“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. september 2020 09:07

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segir munnmök vera kynlífsathöfn sem karlmenn elska en konur hata. Hún segir skömm kvenna um kynfærin sín vera ástæðuna og vísar í sláandi niðurstöður rannsóknar.

„Píkan mín er skítug, eða það er það sem ég trúði þegar ég var yngri,“ segir Nadia Bokody í pistli á News.au.

Hún segir frá því að þegar hún var barn var henni kennt að skammast sín fyrir kynfærin sín. „Mamma sagði mér að krossleggja fætur þegar ég sat á gólfinu að leika með Barbie-dúkkurnar mínar. En sama hvert ég fór þá fengu drengir að sitja eins glenntir og þeir vildu, klofið þeirra í aðalhlutverki. Sögðu brandara um kynfærin sín og hvað þeir gerðu með þeim. En ég var reglulega minnt á að krossleggja fætur og vera dama,“ segir Nadia.

Hún segist ekki hafa séð eigin kynfæri fyrr en hún var á þrítugsaldri.

„Ég fékk stöðugt misvísandi skilaboð um hvernig ég ætti að líta út. Mér var sagt að karlmenn vildu náttúrulegar konur, en á sama tíma var verið að selja mér alls konar vörur til að breyta útliti mínu. Þá sérstaklega vörur til að fjarlægja „hræðilegu“ hárin sem uxu á milli fótleggjanna minna,“ segir Nadia.

Nadia.

Sama hversu mikið hún þreif kynfærin sín þá leið henni alltaf eins og þau væru skítug. „Hvert skipti sem ég fór út í búð var ég minnt á að píkan mín væri skítug. Heill gangur af sápum, klútum og öðrum „kvenlegum hreinlætisvörum“ sögðu mér að kynfærin mín ættu alltaf að lykta eins og blóm eða „ferskur sumardagur,““ segir hún og bendir á að engar slíkar vörur séu markaðsettar á þennan hátt fyrir karlmenn.

Nadia rifjar upp þegar fyrsti kærasti hennar ætlaði að veita henni munnmök. Hún klemmdi lærin, dauðskammaðist sín og sagði honum að hann þyrfti þess ekki. „Þetta gerðist trekk í trekk, ég stöðvaði karlmenn sem vildu fara þangað niður en ég eyddi samt dágóðum tíma á hnjánum að veita karlmönnum munnmök sem virtust ekki glíma við sömu hræðslu og ég – og voru varla meðvitaðir – um hvernig kynfærin þeirra lyktuðu,“ segir hún.

Sláandi niðurstöður

Nadia vísar í rannsókn Canadian Journal of Human Sexuality frá árinu 2016.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru konur mun líklegri til að veita karlmanni munnmök en að fá munnmök. 63 prósent karlmanna sögðust hafa fengið munnmök síðast þegar þeir stundu kynlíf. Um 44 prósent kvenna sögðu það sama.

Næstu niðurstöður eru frekar sláandi. 53 prósent karlmanna sögðu upplifunina hafa verið „mjög ánægjulega“ en aðeins 28 prósent kvenna gátu sagt það sama.

„Sem meikar sens, það er erfitt að njóta þín þegar þú ert að spá í því hvernig kynfærin þín lykta, ef þú ert viss um að þú sért afmynduð þarna niðri eða of loðin, eða jafnvel ef þú ert að hugsa um þessi misvísandi skilaboð sem konur fá um hvernig og hvenær þær mega hleypa einhverjum þarna niður,“ segir Nadia.

„Mig grunar að þetta bil á milli karla og kvenna tengist ekki fúsleika karla að veita konum munnmök (það eru samt karlmenn sem neita að gera þetta og það er best að lýsa þeim sem sjálfselskum fávitum sem eru ekki þess virði að opna smokkabréf) og hefur frekar að gera með skömm kvenna í kringum kynlíf.“

Hún segir meirihluti þeirra kvenna sem hún hefur rætt við viðurkenna að þær leyfa ekki makanum sínum að veita sér munnmök því þeim líður „ekki þægilega.“ Þær viðurkenna einnig að þeim þykir það ekki ánægjulegt að veita munnmök en gera það samt sem áður.

„Margar þeirra sögðu fyrrverandi maka hafa sagt niðurlægjandi svívirðingar um kynfærin þeirra. Eftir það leið þeim eins og kynfærin þeirra væru of lyktandi/loðin/víð til að hleypa einhverjum nálægt þeim aftur,“ segir Nadia og bætir við:

„Það er ekki tilviljun að svo margar okkar hafa neikvætt samband við píkurnar okkar. Skömm kvenna er risastór iðnaður. Þrátt fyrir að píkan þrífur sig sjálf (typpið gerir það ekki) og var alls ekki hönnuð til að lykta eins og ilmvatn, þá er reiknað með leggangasprauta (e. vaginal douches) verði 5849 milljarða króna iðnaður fyrir árið 2022.“

Nadia segir að þar til að við kennum stúlkum að píkurnar þeirra séu ekki skítugur eða hættulegur hluti líkamans sem þarf að fela fyrir öllum heiminum, þá munu konur halda áfram að skammast sín fyrir þær og ekki einu sinni leyfa maka sínum að sjá þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“