fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

„Eruð þið tilbúin fyrir sigur Trump?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 18:30

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndagerðamaðurinn Michael Moore er demókrati og situr ekki þögull á hliðarlínunni í undanfara forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem fara fram í byrjun nóvember. Hann styður Joe Biden og hvetur nú Demókrata og aðra andstæðinga Donald Trump, sitjandi forseta, til dáða. Hann biðlar til allra um að reyna að fá 100 manns til að kjósa.

Ástæðan er að hann sér margt líkt með kosningunum núna og 2016 þegar Trump bar sigur úr býtum þrátt fyrir að margir hafi ekki talið hann eiga möguleika gegn Hillary Clinton.

„Ég biðst afsökunar á að koma aftur með raunveruleika athugasemd,“

Skrifaði Moore á Facebook.

Hann var einn fárra sem sá sigur Trump 2016 fyrir og segir að núna sé „hrifningin á Trump í hæstu hæðum“ í lykilkjördæmum ef borið er saman við hrifninguna á Biden í þessum sömu kjördæmum.

„Eruð þið tilbúin fyrir sigur Trump? Eruð þið andlega undir það búin að Trump komi ykkur á óvart aftur? Finnur þú til öryggis við að vita að Trump geti ekki sigrað?“

skrifar hann meðal annars á Facebook.

Moore notar niðurstöður skoðanakannana frá lykilríkjum á borð við Michigan og Minnesota til að sýna fram á að Trump standi Biden jafnfætis en sé ekki langt á eftir honum

„Biden hefur tilkynnt að hann muni heimsækja mörg ríki en ekki Michigan. Hljómar það kunnuglega?“

skrifar Moore og vísar þar til mistaka Hillary Clinton 2016 þegar hún heimsótti ekki lykilríkin en úrslitin í þeim réðu því að Trump sigraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu