fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Gagnrýnir Trump fyrir „viðbjóðslega lygi“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 18:30

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, gagnrýndi í gær það sem hann sagði „viðbjóðslega lygi“ Donald Trump um Kamala Harris, varaforsetaefni Biden. Málið snýst um að á fréttamannafundi á fimmtudaginn ræddi Trump um samsæriskenningu um að Harris sé ekki kjörgeng.

„Ég heyrði í dag að hún uppfylli ekki kröfurnar.“

Sagði Trump á fréttamannafundi og vísaði þar til greinar eftir íhaldssaman lagaprófessor sem heldur því fram að Harris sé ekki kjörgeng því foreldrar hennar hafi ekki verið bandarískir ríkisborgarar þegar hún fæddist. Móðir hennar er frá Indlandi og faðir hennar frá Jamaíka. Óumdeilt er að hún fæddist í Oakland í Kaliforníu.

Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að allir bandarískir ríkisborgarar, sem hafa náð 35 ára aldri, geti orðið forsetar eða varaforsetar ef þeir fæddust í Bandaríkjunum.

Andrew Bates, talsmaður Biden, sagði í gær að Trump reyni nú að kynda undir kynþáttahatri og deilum og kljúfa þjóðina. Hann tengdi þetta við að árið 2016 hélt Trump því á lofti að Barack Obama, þáverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Trump varð síðar að draga í land með þetta og játa að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.

„Það kemur því ekki á óvart, þrátt fyrir að það sé enn jafn viðbjóðslegt, að framboð Trump grípi til svona aumra lyga á sama tíma og hann gerir sjálfan sig að athlægi í tilraunum sínum til að beina athygli almennings frá misheppnuðum viðbrögðum hans við kórónuveirufaraldrinum.“

Sagði Bates.

Laurence H. Tribe, prófessor í stjórnarskrárétti við Harvard Law School, sagði við New York Time að það sé „algjört bull“ að Harris sé ekki kjörgeng.

„Ég hafði ekki einu sinni hugsað mér að tjá mig um þetta, því þetta er svo heimskuleg kenning sem á ekki við nein rök að styðjast.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum