fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Hildur María varð fyrir ruddalegri áreitni á Facebook er hún var að selja bílinn sinn: „Eitt dæmi um að #metoo byltingin er þörf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynferðisleg áreitni hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu undanfarið og virðist full þörf á. Einhverjir gætu ályktað að kona ætti að geta auglýst bílinn sinn til sölu á internetinu án þess að verða fyrir kynferðislegri áreitni, en svo virðist ekki vera, a.m.k. ekki í tilfelli Hildar Maríu Hjaltalín Jónsdóttur, sem auglýsti Yaris-bíl sinn til sölu.

Eftir að bíllinn var seldur setti ungur maður sig í samband við Hildi á Messenger-spjallforritinu og falaðist eftir bílnum. Hildur sagði honum að bíllinn væri seldur. Maðurinn brást ókvæða við þessum upplýsingum og hreytti fúkyrðum í Hildi. Hann sendi henni síðan mynd af getnaðarlimi sínum, mynd af sæði og saur – auk fleiri ókvæðisorða.

Hildur birti samskipti sín við manninn á Facebook-síðu sinni. Stuttu síðar gerði maðurinn aðgang sinn óvirkan eða blokkaði Hildi en skjáskot af framferði hans blasa við þeim sem fara inn á síðu Hildar.

Í spjalli við DV segist Hildur oft hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eins og svo margar kynsystur hennar enda hafi hún lengi unnið á bar og við önnur þjónustustörf. Þetta atvik sé hins vegar óvenjulegt:

„Ég unnið við ýmis þjónustustörf, vann á bar í mörg ár og sem þjónn. Hef lent í ótrúlegustu hlutum. Samt er þetta nú alveg á topp 10,“ segir Hildur sem telur manninn hafa verið að leita að einhverjum til að áreita: „Því hér eru engar kringumstæður sem gætu bent til þess að ég hefði áhuga. Við förum úr „hann er seldur“ yfir í typpamynd á núll einni. Minnsta höfnun og ég er dræsa.“

Hildur tekur þessu með jafnaðargeði: „Ég hef bara rosaþykkan skráp eftir margar uppákomur og fer ekki alveg í mínus.“

Hér má sjá orðaskiptin en andlit tekin út. Subbulegar myndir sem maðurinn sendi Hildi síðan er ekki hægt að birta en í sínum skjáskotun var Hildur búin að ritskoða þær nokkuð.
Hér má sjá orðaskiptin en andlit tekin út. Subbulegar myndir sem maðurinn sendi Hildi síðan er ekki hægt að birta en í sínum skjáskotun var Hildur búin að ritskoða þær nokkuð.

Hún segir hins vegar gremjulegt að geta ekki selt bílinn sinn án þess að lenda í áreiti: „Það ætti ekki að þurfa að vera svoleiðis, ég ætti ekki að þurfa að biðja manninn minn um að selja bílinn okkar svo ég lendi ekki í áreiti.“
„Þetta er eitt dæmi af mörgum um að #metoo byltingin er þörf,“ sagði Hildur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt