fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er lífshættulegt að búa á landsbyggðinni?“ er yfirskrift greinar eftir Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði en hún skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Í byrjun greinar sinnar áréttar Berglind þá skoðun Sjálfstæðismanna á landsbyggðinni að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram staðsettur í Vatnsmýrinni, sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. „Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu,“ segir Berglind.

Berglind fer síðan yfir ástand þessara öryggisþátta á hinu víðfeðma Austurlandi þar sem sjúkraflugvellir eru staðsettir á Egilsstöðum og í Neskaupsstað:

„Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum.“

Berglind segir að efla þurfi tækjakost á heilsugæslunni á Egilsstöðum svo hún verði betur í stakk búin til bráðagreiningar:

„Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér