fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura

Fókus
Föstudaginn 10. júlí 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 10.07. – 16.07

 

Hrútur 21.03. – 19.04.

stjornuspa

Guð sé lof að það er sumar því það gerir óvissuna aðeins léttbærari. Það er ýmislegt í lausu lofti en þú ert metnaðarfullt merki og ert með mörg spil að vinna úr. Njóttu þess að hafa minna fyrir stafni. Hlutirnir falla í réttan farveg innan skamms og þá munt þú hafa í nógu að snúast.

Naut 20.04. – 20.05.

stjornuspa

Elsku sveimhuga Naut. Þú dvelur í þögninni þessa vikuna og ert mjög hugsi og gleymir þér gjörsamlega í dagdraumunum. Við hvetjum þig áfram í þessum draumaheimi því það er upphafið að mörgum stórkostlegum ævintýrum.

Tvíburar 21.05. – 21.06.

stjornuspa
Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura því hann hefur skyndilega efni á því að bjóða þér í drykk eða tvo. Hnútar leysast og óvæntir peningar streyma til þín og einnig verkefni sem munu gefa vel af sér. Nú er góður tími til þess að leggja inn á sparireikninginn.

Krabbi 22.06. – 22.07.

stjornuspa

Ég er rangur maður á röngum tíma… Þessa dagana er Krabbinn að syngja í vitlausu brúðkaupi, það er einhver athyglisbrestur í gangi. Þú ert að gleyma þér og rugla dögum. Það er líklega tími á aðeins betra skipulag.

Ljón 23.07. – 22.08.

stjornuspa

Ég myndi aldrei… eru orð sem munu bara hefta þig. Ekki loka dyrunum áður en þær opnast. Þú þarft að vera með opnari hug þessa dagana og brjóta þessar reglur sem þú hefur sett sjálfum þér. Vertu í flæðinu og taktu hlutunum eins og þeir koma.

Meyja 23.08. – 22.09.

stjornuspa

Elsku skrítna Meyjan okkar. Þú brýst út úr skelinni þessa dagana og nýtur þín í góðum félagsskap. Ný vinátta eða vinabönd, sem eru nú þegar til staðar, verða sterkari. Matarboð heima hjá þér í góðra vina hópi er uppskrift að góðu kvöldi.

Vog 23.09. – 22.10.

stjornuspa

Þú ert kannski eitt af fáum merkjum sem fagnar því smá að sólin hvíli sig í 1-2 daga svo að pressan um að gera allt og vera alls staðar slakni aðeins. Sólarkvíðinn tekur þig alveg á taugum.

Sporðdreki 23.10. – 21.11.

stjornuspa

Þú gerir tilraun þess að vera extra heiðarleg/ur og segja það sem þér liggur á hjarta en það fer ekki alveg að óskum. Í kjölfarið kemur upp smá pirringur sem þú skilur ekkert í, en þú ert í miklum andlegum breytingum og stundum er þetta ferlið sem kemur á undan þegar losnar um gamla orku.

Bogmaður 22.11. – 21.12.

stjornuspa

Þú ert undir álagi þessa dagana og lífið virkar stundum yfirþyrmandi. Stjörnurnar segja þér að reyna að að greina milli vinnu og heimilislífs. Lítil skref munu hjálpa hjarta þínu að halda ró sinni og þá mun allt ganga upp. Klukkutíma símapása á dag kemur skapinu í lag.

Steingeit 22.12. – 19.01.

stjornuspa

Ástarmálin eru þér ofarlega í huga í vikunni og þú ert óviss um í hvaða átt þú átt að stíga með ákveðið samband. Tími fyrir sjálfa/n þig hjálpar þér að sjá hlutina í nýju ljósi og maki þinn þarf að gefa þér svigrúm. Ef hann getur það ekki er svarið kannski augljóst.

Vatnsberi 20.01. – 18.02.

stjornuspa

Þú ert agaður þessa dagana og ert í einhverju lífsgæðakapphlaupi við sjálfa/n þig. Þú ætlar að vera komin/n með sterkari magavöða, nýjan rekstur og flottari Instagram-myndir og það allt í fyrradag… Mögulega myndir þú finna meiri ró með því að gefa þér smá pásu í þessari keppni og njóta sumarsins.

Fiskur 19.02. – 20.03.

stjornuspa

Fiskurinn okkar á það til að vera mikill intróvert. Um þessar mundir viltu halda þig til baka og vinir og vandamenn eru farnir að undrast um þig. Ekki láta það á þig fá. Þú þarft þinn tíma og við sjáumst þá bara í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 3 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði