fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Í störukeppni við Kára Stef

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 07:30

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, taugalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ýmist álitinn þjóðargersemi eða fantur. Sjálfur segir hann hið síðarnefnda vera nær sannleikanum. Sjarmafanturinn í Vatnsmýrinni er á forsíðu DV sem kom út í morgun. Kári ræður stöðu landsins með tiliti til COVID-19, sína eigin bresti, sigra og ósigra, klæðaburð sinn, afhverju hann fer aldrei á árshátíðina hjá ÍE og kjaftasögurnar sem ganga um hann.

Heimsóknin sjálf á skrifstofu Kára er ævintýraleg eins og hann sjálfur.

Kári er vissulega ekki alltaf auðveldur í taumi. Að bóka hann í viðtal er eitt og sér ákveðin spennufíkn. Kári bugtar sig ekki og beygir fyrir neinum og hann verður ekki alinn upp, úr þessu. Biðin eftir honum er áhugaverð. Í litlu rými fyrir framan skrifstofu hans í Íslenskri erfðagreiningu bíðum við ljósmyndarinn og hlustum á nokkuð hávær og hvöss orðasamskipti í gegnum lokaðar dyr. Kári er í símanum.

Ritarinn hans er afskaplega elskuleg kona sem býður upp á kaffi. Það er enginn lúxus þar, hvítir fantar, uppáhellingur af gamla skólanum og bananar og skyr. Það er ljóst að forstjórinn er ekkert dekurdýr.

Dimmur valdsmannslegur rómurinn lækkar. Það verður allt hljótt í nokkrar mínútur áður en kallað er ákveðið:
„Kom inn.“
Góðan daginn, hvernig hefur þú það í dag? Er fyrsta spurningin til Kára.
„Hvern andskotann kemur þér það við?“

Störukeppnin er byrjuð.
Örfáum sekúndum seinna kemur einlægt bros og örlítill hlátur.

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni.

Auk bráðskemmtileg viðtals við Kára er að finna ýmislegt áhugavert í blaðinu. Má það helst nefna umfjöllun um brotalamir í Slökkviliðinu sem er alvarlega undirmannað en álag á liðsmenn er fram úr öllu hófi. Sömu mennirnir voru á vakt tímunum saman í stórum bruna við Bræðraborgarstíg fyrir skemmstu og fóru þeir ítrekað inn í reykköfun sem þreytir þá hratt. Einn slökkviliðsmannana hrapaði 4 metra á slysstað eftir að hafa sjálfur farið oftar en einu sinni inn í aleldahúsið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn