fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Lilja höfðar mál gegn Hafdísi -„Þetta kemur á óvart“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 19:21

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að höfða mál gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem kærunefnd jafnréttismála taldi að ráðherrann hafði brotið á þegar að gengið var fram hjá henni við ráðningu í embætti ráðuneytisstjóra.

Til þess að ógilda umræddan úrskurð virðist Lilja þurfa að höfða mál gegn sjálfri konunni. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Lögmaður Hafdísar Helgu segir um málið:

„Það verður að segjast að þetta kemur á óvart. Umbjóðandi minn var ekki að búast við þessu þegar hún kærði þessa ákvörðun til kærunefndar jafnréttismála. Ég veit ekki til þess að þetta hafi gerst áður, að ráðherra höfði mál persónulega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráðherra,“

Þá kemur fram í svörum ráðuneytisins að Lilja hafi leitað sér lögfræðiálits vegna málsins. Henni hafi verið bent á lagalega annmarka í úrskurði nefndarinnar, auk þess sem hann bjóði upp á lagalega óvissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi