fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

John Bolton segir mögulegt endurkjör Trump ávísun á hörmungar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:01

John Bolton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir að forsetakosningarnar í nóvember séu síðasta tækifæri bandarísku þjóðarinnar til að koma í veg fyrir mjög skaðlegar afleiðingar af forsetatíð Trump.

Þetta sagði hann í samtali við ABC News á sunnudagskvöldið. Þetta var fyrsta stóra viðtalið sem Bolton veitti í tengslum við útgáfu á nýrri bók hans um tíma hans í Hvíta húsinu sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Bókin kemur út í dag.

„Ég vona að hans verði minnst í sögubókum sem forseta sem sat aðeins í eitt kjörtímabil og að hann hafi ekki sent landið í spíral niður á við sem ekki er hægt að komast út úr.“

Bolton er yfirlýstur stuðningsmaður repúblikanaflokksins en lítur ekki á Trump sem „íhaldssaman repúblikana“.

„Við getum komist til valda eftir eitt kjörtímabil forseta, ég hef fulla trú á því jafnvel þótt það kraftaverk muni ekki verða í nóvember að íhaldssamur repúblikani verði kjörinn. Ég hef meiri áhyggjur af tveimur kjörtímabilum forseta.“

Bolton skýrir frá ýmsu í bók sinni sem getur komið sér illa fyrir Trump. Meðal annars að hann hafi grátbeðið Xi Jinping, forseta Kína, að aðstoða sig við að ná endurkjöri. Hann segir Trump einnig „óhæfan“ til að gegna embætti forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“