fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Þórólfur sóttvarnarlæknir um mál Rúmenanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 11:31

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex rúmenskir karlmenn komu til landsins fyrir fimm dögum. Mennirnir áttu að vera í sóttkví í tvær vikur en þrír þeirra voru handteknir í gær grunaðir um þjófnað. Tveir þeirra reyndust vera smitaðir af COVID-19. Í kjölfarið lýsti lögreglan eftir hinum þremur mönnunum og hafa tveir þeirra fundist. Lögreglan leitar enn að Pioaru Alexandru Ionut.

Sjá einnig: Lögreglan leitar enn að þessum rúmenska karlmanni

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir ræddi um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að mál Rúmenanna sýndi að það væri veikleiki í kerfinu svaraði Þórólfur að það væri veikleiki í svona kerfi ef menn fara ekki eftir reglum.

„Í öllu svona kerfi er það veikleiki ef menn fara ekki eftir reglum og hafa eitthvað óheiðarlegt í hyggju,“ segir hann. „Ég held að það sýni einmitt nauðsyn þess að hafa svona skimun. Ef þessir aðilar hefðu farið í skimun þá hefðum við fengið þessar upplýsingar miklu fyrr og við hefðum látið þá hlaða niður rakningarappinu. Hljómar kannski undarlega að vera þjófur og með rakningarapp í símanum sínum.“

Þórólfur bætir við að hann telur mál Rúmenanna einnig sýna að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta við að taka mark á vottorðum erlendis frá.

Þann 12. maí tilkynnti ríkisstjórnin um þrjár leiðir sem áttu að bjóðast ferðamönnum við komu inn í landi. Það átti að standa til boða fyrir ferðamenn að koma inn í landið ef þeir myndu sýna vottorð þess efnis að þeir hefðu verið með veiruna og jafnað sig eða væru ein­fald­lega ekki með hana. Slíkt vott­orð þyrftu að koma frá viður­kenndri heil­brigðis­stofnun og að sögn sótt­varnar­læknis gæti það að öllum líkindum ekki verið eldra en fjögurra daga gamalt. Hins vegar mun sú leið ekki standa til boða þegar landið verður opnað á morgun.

„Við sáum fram á að fólk kæmi með mismunandi vottorð sem væri erfitt að sannreyna. Ef menn hafa eitthvað óheiðarlegt í hyggju er mjög auðvelt að [koma með falsað vottorð] og við gætum hæglega lent í [einhverju svona] ef við ætlum að taka mark á öllum vottorðum og reyna að meta þau. Þannig ég held að það hafi verið rétt ákvörðun líka að taka ekki mark á því og skima hreinlega alla og hafa þetta eins mikið í okkar höndum eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur.

Þórólfur segir að rakningarteymið sé enn að störfum og sé að skoða ferðir Rúmenanna.

„Ég geri ekki ráð fyrir að mennirnir hafi verið að blandast mikið Íslendingum. Mér finnst það ólíklegt, eitthvað væntanlega og við þurfum að nota sömu vinnubrögð og við höfum gert fram að þessu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga