fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Goðsögnin ætlaði að gera grín að Trump – Varð sjálfur aðhlátursefni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 07:01

Tístið sem Barnes birti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta átti að snúast um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en snerist heldur betur í höndunum á John Barnes, fyrrum knattspyrnumanni og goðsögn meðal aðdáenda Liverpool, sem varð sjálfur aðhlátursefnið.

Barnes, sem er orðinn 56 ára, ætlaði að gera grín að Trump á Twitter og birti mynd af forsetanum, sem á í vök að verjast þessa dagana vegna mótmæla almennings og heimsfaraldurs kórónuveiru og áhrifa hans á efnahagslífið og samfélagið allt.

Barnes birti myndina (skjáskot), sem er hér fyrir neðan, með textanum: „Þetta segir allt.“

Tístið sem Barnes birti.

Á myndinni eru Trump og móðir hans, Mary Anne Trump, og tilvitnun í hana:

„Já, hann er bjáni sem skortir almenna skynsemi og félagsfærni. En hann ER sonur minn. Ég vona bara að hann fari aldrei í stjórnmál. Hann væri hörmung.“

Barnes birti þetta en gleymdi að á skjáskotinu voru aðrar myndir, þar á meðal klámmyndir. Barnes neyddist því til að eyða tístinu og biðjast afsökunar.

„Ég verð að biðjast afsökunar á þessari móðgun sem ég átti hlut í þegar ég birti mynd, sem ég fékk senda frá vini mínum, með Donald Trump. Undir myndinni var klámmynd. Ég vissi það ekki og ég verð aftur að biðjast afsökunar ef þetta særði einhvern.“

Rétt er að taka fram að tilvitnunin í Mary Anne Trump er uppspuni eða eins og sonur hennar myndi segja: „Fake news.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum