fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Nágranninn sendi henni skilaboð – Trúði ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 05:55

Umrætt bréf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobbie Hineman býr í Flórída í Bandaríkjunum í íbúð sem stendur við sameiginlegan garð og leiksvæði þar sem ungur sonur hennar leikur sér gjarnan. Hún getur þá auðveldlega haft auga með honum á meðan hann leikur sér nokkuð frjáls. Þessu fylgir auðvitað oft mikil gleði hjá litlum dreng og hláturinn glymur.

En þetta fer greinilega ekki vel í alla nágrannana en því komst Hineman að nýlega. Hún flutti í íbúðina fyrir um einu ári og fyrir skömmu fékk hún bréf frá einum nágrannanna og er óhætt að segja að ekki hafi verið um bréf að ræða þar sem hún var boðin velkomin í hverfið.

„Kæri nágranni,

Þú fluttir hingað fyrir um einu ári og ég vildi gefa þér tíma til að leysa þetta mál af sjálfsdáðum en þú ert greinilega of upptekin af sjálfri þér til að átta þig á þessu. Á hverjum degi í þessari viku hefur veðrið verið gott og því hefur glugginn verið opinn. Þú lætur litla barnið þitt hlaupa um í garðinum og hlæja stanslaust. Þetta truflar mig og hundana mína tvo og fuglinn, sem situr við gluggann og horfir út yfir garðinn þinn. Getur þú kannski beðið hann um að lækka aðeins í sér? Eða í það minnsta takmarkað útivistartíma hans við 15 til 20 mínútur á dag svo hundarnir mínir geti verið úti án þess að sjá hann hlaupa um. Ef þetta heldur áfram HRINGI ÉG í LÖGREGLUNA.“

Eins og gefur að skilja trúði Hineman varla eigin augum þegar hún fékk skilaboðin. Hún tók mynd af þeim og birti á Twitter og er óhætt að segja að þeir sem hafa tjáð sig um málið séu sammála um fáránleika þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru