fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi bæjarstjóri var flugfreyja – „Þetta er ekki auðvelt djobb“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. maí 2020 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar starfaði á árum áður sem flugfreyja og þykir vont að sjá stéttina talaða niður með þeim hætti sem átt hefur sér stað síðustu daga.

„Sem fyrrverandi flugfreyja vil ég henda inn túkalli í umræðuna:

Flugfreyjur eru í raun slyngir öryggisverðir sem, með brosi og instantkaffi, fá þig til að gleyma því að þú ert á 900 kílómetra hraða í 12 kílómetra hæð. Í kremju. Inni í þunnu álröri. Með nælonbelti.“

Guðmundur segir flugfreyjur aðdáunarverðar. .

„Þau róa þig og hughreysta þegar þú ælir, fríkar út, drekkur of mikið, tapar kúlinu, grætur eða slefar í svefni. Kveðja þig svo með hlýju brosi.

Þau eru líka langlíklegust til að koma þér lifandi út úr álrörinu ef eitthvað fer úrskeiðis. Þau vita það en pirra sig samt aldrei á því að allir haldi að þau séu lítið annað en sætar gengilbeinur.“

Hann bendir á að flugfélögin geti ekki án flugþjóna verið og það sé ósmekklegt að sjá stéttina talaða niður.

„Þetta er ekki auðvelt djobb sem flugfélög geta verið án. Þetta er gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðju sem beinlínis gengur út á þjónustu og öryggi.

Að tala stéttina niður lýsir taktleysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“