fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Skítkast á bak við tjöldin

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög í ensku úrvalsdeildinni eru byrjuð að hóta félögum í fallbaráttu að þau verði dæmd niður, haldi þau áfram að vera með vandræði. Félögin í fallbaráttu vilja ekki hefja tímabilið á hlutlausum velli eins og allt stefnir í.

Stærri lið deildarinnar hóta því að fara fram með hörku ef félögin ganga ekki að þeim kröfum, þeim er hótað að tímabilið verði látið standa og lokastaða reiknuð út frá meðalstigum.

Þá myndu Norwich, Aston Villa og Bournemouth falla úr deildinni án þess að spila restina af tímabilinu.

Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.

„Það er enginn vafi á því að það eru deilur innan ensku úrvalsdeildarinnar, það er mismunandi hvað félögin vilja. Skilaboð til allra var frá fyrsta degi í þessu ástandi að standa saman og vera góð við hvert annað,“ sagði Gary Neville sérfræðingur Sky Sports um stöðuna.

,,Fótboltaheimurinn er ekki góður þessa dagana, þeir hugsa um eigin hagsmuni og það er skítkast á bak við tjöldin. Heilsa fólk er ekki til umræðu, auðvitað þarf félag að falla ef spilað verður.“

,,Að komast upp úr deild eða falla er eitthvað sem heldur leik okkar á floti. Að bera England saman við Þýskaland er ekki hægt, þeir tóku miklu betur á veirunni en við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA