fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þröstur Emilsson dæmdur fyrir fjárdrátt og þarf að sitja í fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 15:16

Þröstur Emilsson. Ljósmynd/vefur adhd.is - ADHD samtökin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Emilsson hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna.

Þröstur, sem var áður en hann hóf störf hjá samtökunum landsþekktur fréttamaður, var sakaður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum ADHD-samtakanna, samtals yfir 7 milljónir, 7.115.767, í 50 tilvikum, á þriggja ára tímabili, frá 2015 til 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna.

Hann var ennfremur ákærður fyrir umboðssvik með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota í 131 skipti  fyrir upphæð rúmlega 2 milljónir króna.

Þá var Þröstur ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotunum.

Ákæruvaldið krafðist þess að Þröstur yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

ADHD-samtökin gerðu einkaréttarkröfu og kröfðu Þröst um rúmlega 9 milljónir króna auk dráttarvaxta frá og með 18. nóvember 2018.

Þröstur játaði brot sín skýlaust og var hann fundinn sekur í öllum ákæruliðum. Var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi en sjö mánuðir þar af eru skilorðsbundnir.

Hann er jafnframt dæmdur til að greiða ADHD-samtökunum rúmlega  9 milljónir auk dráttarvaxta og að greiða samtökunum tæplega 170.000 krónur í málskostnað. Þar sem Þröstur varði sig sjálfur (og játaði brot sín) var málskostnaði fyrir hans hönd ekki til að dreifa.

Dómur héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“