fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Einungis 26 af hátt í 500 flugmönnum verða eftir hjá Icelandair

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV verða einungis 26 flugmenn Icelandair sem halda starfi sínu eftir fjöldauppsagnir dagsins. Flugmenn sem misstu vinnuna eru í kringum 420.

Fyrr í dag tilkynnti Icelandair um uppsagnir rúmlega 2000 starfsmanna.

Í tilkynningunni kemur fram að uppsagnirnar nái til allra deilda fyrirtækisins en hins vegar kveði mest að uppsögnum flugáhafna og starfsmanna í viðhaldsþjónustu. Þeir starfsmenn sem ekki er sagt upp, um 3000 talsins, verða í skertu starfshlutfalli.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vonast til að ástandið í heiminum batni sem fyrst svo hægt verði að bjóða flestum starfsmönnunum vinnu að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu