fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Einungis 26 af hátt í 500 flugmönnum verða eftir hjá Icelandair

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV verða einungis 26 flugmenn Icelandair sem halda starfi sínu eftir fjöldauppsagnir dagsins. Flugmenn sem misstu vinnuna eru í kringum 420.

Fyrr í dag tilkynnti Icelandair um uppsagnir rúmlega 2000 starfsmanna.

Í tilkynningunni kemur fram að uppsagnirnar nái til allra deilda fyrirtækisins en hins vegar kveði mest að uppsögnum flugáhafna og starfsmanna í viðhaldsþjónustu. Þeir starfsmenn sem ekki er sagt upp, um 3000 talsins, verða í skertu starfshlutfalli.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vonast til að ástandið í heiminum batni sem fyrst svo hægt verði að bjóða flestum starfsmönnunum vinnu að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“