fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Samningslausir lögreglumenn búnir að fá nóg – „Þetta getur ekki gengið lengur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 17:04

Snorr Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna - Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við lögreglumenn höfum reynt að eiga raunverulegar samræður við ríkið um kjör okkar í mörg ár. Samningur sá sem við vinnum eftir í dag rann út fyrir meira en ári síðan. Við sitjum enn við samningaborðið án nokkurs árangurs. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og það hefur ríkið nýtt sér til þess að framlengja löngu úrelta samninga.“

Textinn að ofan er á meðal þess sem gefur að líta í auglýsingu sem Landsamband lögreglumanna birti í fjölmiðlum í dag og hefur vakið mikla athygli. Þar kemur einnig fram að laun lögreglumanna í dag eru að raunvirði svipuð og árið 2002 en kaupmáttur launa almennt hefur hækkað mikið síðan þá.

DV hafði samband við Snorra Magnússon, formann Landsambands lögreglumanna, vegna málsins og upplýsti hann að meðalbyrjunarlaun lögreglumanna væru um 440.000 krónur á mánuði fyrir skatta og gjöld. Inn í það vantar aukavinnu og vaktaálag en tölfræði um laun að því viðbættu er ekki til. Algengt er þó að lögreglumaður sé í heildina með um 550.000 krónur að aukavinnu meðtaldri. Byrjunardagvinnlaun lögreglumanns eru 360.000 krónur.

Verkfallsrétturinn afnuminn fyrir 34 árum

Aðspurður hvort tími einhverra þrýstingsaðgerða sé nú kominn hjá lögreglumönnunum segir Snorri að ekki séu heimildir til slíks:

„Þar sem Landsamband lögreglumanna hefur ekki verkfallsrétt þá höfum við ekki nein önnur vopn í þessu vopnabúri kjarabaráttunnar því svo margt annað hangir saman við verkfallsréttinn, til dæmis yfirvinnubann sem flugumferðastjórar og fleiri stéttir hafa stundum beitt. Allt slíkt er okkur óheimilt af því við höfum ekki verkfallsréttinn.“

Snorri segir að Landsbandi lögreglumanna sé með öllu óheimilt að skipuleggja hópuppsagnir en varðandi þá spurningu hvort margir lögreglumenn hugsi sér til hreyfings þá veit hann ekki stöðuna á því. Þess má geta að í kjarabaráttu lögreglumanna árið 2015 bar nokkuð á veikindum þeirra og þá hótaði fjármálaráðherra Landsbambandi lögreglumanna lögsókn. Þáverandi fjármálaráðherra er einnig fjármálaráðherra í dag, Bjarni Benediktsson.

Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum árið 1986 en var það í þvinguðu samráði við lögreglumenn: „Það lá fyrir að ríkisstjórnin á þeim tíma ætlaði að afnema verkfallsréttinn með lögum. Þá sömdum við um svokallaða viðmiðunarleið. Laun okkar áttu þá að taka hækkunum fjögurra tilgreindra opinberra starfsmanna. Strax eftir samninginn urðu deilur um forsendur þessara útreikninga og þær stóðu allt til aldamóta. Þá sömdum við burt þessa viðmiðunarleið og tókum í staðinn upp gerðardómsleiðina.“

Ríkið vildi afnema viðmiðunarleiðina þar sem það taldi að hún ylli of háum sjálfkrafa launahækkunum hjá lögreglumönnum.

Lögreglumenn hafa tvisvar farið með sín kjaramál fyrir gerðardóm og í bæði skiptin hefur dómurinn úrskurðað að það hallaði á þá. Hins vegar væru aðstæður með þeim hætti í samfélaginu að ekki væri hægt að bæta úr. Var þetta á eftirhrunsárunum. Í góðæri undanfarinna ár hefur ekki verið hægt að bæta kjörin af ótta við verðbólguskot.

Allt stendur því fast hjá lögreglumönnum sem hafa nú gripið til þess ráðs að vekja athygli á ástandinu í auglýsingu sem vakið hefur mikla athygli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“