Icelandair hefur tilkynnt um uppsagnir rúmlega 2000 starfsmanna í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Í tilkynningunni kemur fram að uppsagnirnar nái til allra deilda fyrirtækisins en hins vegar kveði mest að uppsögnum flugáhafna og starfsmanna í viðhaldsþjónustu. Þeir starfsmenn sem ekki er sagt upp, um 3000 talsins, verða í skertu starfshlutfalli.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vonast til að ástandið í heiminum batni sem fyrst svo hægt verði að bjóða flestum starfsmönnunum vinnu að nýju.