Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á Svæði 3 að kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn eftir að sjóblautur fatnaður, stuttbuxur, skór og sokkar, fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót. Ekki er vitað til þess að neins sé saknað en rétt þykir að bregðast strax við og kanna málið vel.
Ef einhver kann skýringar á tilvist þessa fatnaðar á þessum stað er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu í síma 444-2000, í 112 eða í skilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
UPPFÆRT:
Búið er að staðfesta að fatnaður sá er um ræðir var skilinn eftir af drengjum sem voru að sulla í sjónum við Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þeir skiluðu sér allir heim í gær og allar áhyggjur því ástæðulausar. Lögregla þakkar björgunarsveit þeirra aðkomu sem og greinargóðar upplýsingar frá vitnum.