fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Elísabet flutti til Svíþjóðar eftir stormasaman feril á Íslandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 15:02

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áskorun eru nýir þættir sem hefja göngu sína í Sjónvarpi Símans þann 16. apríl næstkomandi. Í þáttunum er rætt við afreksfólk í íþróttum sem hefur með einstöku hugarfari og þrautseigju sigrast á ólíkum áskorunum í gegnum lífið, innan vallar og utan.

Áhorfendur kynnast viðmælendum í sínu náttúrulega umhverfi og fá að sjá hliðar sem fáir ef nokkrir þekkja, að baki sögum sem flestir hafa heyrt; kynnast manneskjunni undir búningnum. Rætt er við samstarfsfólk, fjölskyldu og vini og kafað undir yfirborðið í sögu hvers og eins.

Í fyrsta þætti er rætt við Elísabetu Gunnarsdóttur.

Í fyrsta þætti er rætt við knattspyrnuþjálfarann Elísabetu Gunnarsdóttur. Hún flutti til Svíþjóðar eftir stormasaman feril hér heima og er nú að hefja sitt þrettánda tímabil hjá Kristianstad í Svíþjóð.

„Við vorum búin að byggja hús á sandi,“ segir Elísabet í stiklu fyrir þáttinn.

„Ég fæ bara gæsahúð þegar ég er að lesa þetta. Gæti meira að segja núna kallað fram tár,“ segir Elísabet og vísar í gamla frétt um sig sem ber fyrirsögnina: „Sökuð um að hafa þagað yfir ólöglegri lyfjaneyslu.“

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Áskorun fer í loftið 16. apríl næstkomandi. Þátturinn kemur inn í Sjónvarp Símans Premium sama dag og verður einnig sýndur í línulegri dagskrá klukkan 20.10. Fimm þættir verða sýndir á fimm vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta