fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Klara í áfalli: Strætisvagn ók af stað með kornungan son hennar – barnavagninn festist í dyrunum

Ósátt við viðbrögð vagnstjórans

Auður Ösp
Þriðjudaginn 5. janúar 2016 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var óneitanlega mikið sjokk,“ segir Klara Arnalds en hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í gærdag að barnavagn sem sonur hennar lá í festist hálfur inni í strætisvagni. Ók strætisvagninn síðan af stað og náði að keyra stutta vegalengd áður en farþegar gerðu vagnsstjóranum viðvart. Klara segist hafa fyllst skelfingu við að horfa upp á barnavagninn festast og dragast burt og þá hafi viðbrögð vagnstjórans svo sannarlega ekki verið til fyrirmyndar.

„Ég er ennþá að ná mér eftir þetta, segir Klara í samtali við DV.is en hún greindi frá atvikinu á Facebook síðu sinni í gær. „Þetta kom ansi illa við mömmuhjartað.“

„Við vorum sumsé á leið upp í strætó á Lækjartorgi, barnavagninn var kominn með tvö dekk upp í vagninn þegar hurðirnar allt í einu lokast, klemma vagninn í dyrunum og bílstjórinn keyrir af stað. Þeir farþegar sem sáu þetta voru sem betur fer fljótir að öskra á vagnstjórann að stoppa og drengurinn fór því ekki langt, en þó nógu langt til að fylla mig einni þeirri mestu skelfingu sem ég hef nokkurn tíma fundið fyrir,“ segir Klara í færslunni.

Hún segist enga ungri menntaskólastúlku, Birnu mikið að þakka en hún settist við hlið hennar í vagninum. „Hún spjallaði við mig alla leiðina og fór út einni stoppistöð síðar en hún ætlaði til þess eins að geta hjálpað mér út með vagninn. Þessi fröken er greinilega með hjarta úr gulli, og mér þótti verulega vænt um þetta,“ Klara jafnframt en hún kveðst hins vegar ekki ánægð með viðbrögð vagnstjórans sem hafi hvorki yrt á hana né beðist afsökunar.

Í samtali við DV.is segir Klara jafnframt að Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó hafi fyrr í morgun haft samband við hana og beðist afsökunar á atvikinu. „Mér skilst að það sé búnaður í vögnunum sem komi í veg fyrir þetta en það hefur ekki virkað í þessu tilviki. Mér skilst líka að bílstjórinn muni fá tiltal. Mér var einnig boðin áfallahjálp sem ég að vísu þáði ekki en ég kunni virkilega að vera boðið það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli