fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Gæti verið á leið í fangelsi: Segir vegabréfið hafa verið gjöf

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. mars 2020 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronaldinho var ein skærasta stjarna fótboltans um langt skeið en nú virðist lífið hans í molum, eignir hafa verið teknar af honum og vegabréfið hans er falsað.

Ronaldinho er frá Brasilíu en hann er 39 ára gamall, hann var um tíma besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann lék með Barcelona. Eftir heimkomuna til Brasilíu hefur hallað undan fæti og vandræði hans utan vallar og fréttir um einkalíf hans hafa mikið verið í fréttum.

Ronaldinho var árið 2018 á heimili sínu þegar lögreglan mætti, hann skuldaði skattinum um 300 milljónir og hafði ekki borgað. Tveir bílar og málverk voru tekinn af heimili hans, reynt var að ná upp í sektina.
Sektin hans við skattinn hækkaði svo og skömmu síðar voru 57 fasteignir í eigu Ronaldinho, teknar af honum.

Ronaldinho var með vegabréf frá Spáni og Brasilíu, bæði voru tekinn af honum á dögunum. Hann var svo handtekinn í Paragvæ í síðustu viku, þar er hann sakaður um að hafa verið með falsað vegabréf og er að svara til saka þessa dagana.

Ronaldinho var handtekinn á dögunum og nú vilja yfirvöld þar setja hann í fangelsi, og gæti hann fengið hálfs árs dóm. Ronaldinho fær þó sérmeðferð enda fær hann að sofa á hóteli með lögreglumann fyrir utan hjá sér, sökum þess að hann er stórstjarna.

Ronaldinho kveðst hafa fengið þetta vegabréf að gjöf og haldið að þetta væri eitthvað sem hann mætti nota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur