fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Úr hetju í hallæri: Tvær kærustur, falsað vegabréf og 57 fasteignir teknar af honum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. mars 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronaldinho var ein skærasta stjarna fótboltans um langt skeið en nú virðist lífið hans í molum, eignir hafa verið teknar af honum og vegabréfið hans er falsað.

Ronaldinho er frá Brasilíu en hann er 39 ára gamall, hann var um tíma besti knattspyrnumaður í heimi þegar hann lék með Barcelona. Eftir heimkomuna til Brasilíu hefur hallað undan fæti og vandræði hans utan vallar og fréttir um einkalíf hans hafa mikið verið í fréttum.

Tvær kærustur:

Árið 2018 komst það í fréttirnar að Ronaldinho væri að skoða það að giftast tveimur konum, á þessum tíma átti Ronaldinho tvær kærustur. Þær Beatriz Souza og Priscilla Coelho áttu báðar heima hjá Ronaldinho. Hann þurfti að neita þessum sögusögnum enda er það glæpur í Brasilíu að giftast tveimur konum, við slíku broti er hægt að dæma menn í sex ára fangelsi.

Priscilla ákvað að slíta sambandi við Ronaldinho skömmu eftir þetta. ,,Hann var með herbergi fyrir sig og Priscilla og svo var hann með herbergi fyrir sig og Beatriz,“ sagði móðir Priscilla eftir að þau slitu sambandinu.

,,Þær voru aldrei í sama rúminu, hann skipti dögunum á milli þeirra. Hann gaf þeim alltaf það sama, þær fengu sömu gjafir. Einn daginn fengu þær eins Rolex úr.“

Skuldaði skattinum:

Ronaldinho var árið 2018 á heimili sínu þegar lögreglan mætti, hann skuldaði skattinum um 300 milljónir og hafði ekki borgað. Tveir bílar og málverk voru tekinn af heimili hans, reynt var að ná upp í sektina.
Sektin hans við skattinn hækkaði svo og skömmu síðar voru 57 fasteignir í eigu Ronaldinho, teknar af honum.

Ronaldinho var með vegabréf frá Spáni og Brasilíu, bæði voru tekinn af honum á dögunum. Hann var svo tekinn í Paragvæ í vikunni, þar er hann sakaður um að hafa verið með falsað vegabréf og er að svara til saka þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Í gær

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Í gær

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum