fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Lét sjö ára dóttur sína sitja eina í flugvélinni til að geta sjálf stundað kynlíf með öðrum farþega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 06:00

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölvuð bresk kona, Louise Whyte 38 ára, lét sjö ára dóttur sína sitja aleina í flugvél á leið frá Englandi til Tyrklands til að hún gæti sjálf setið hjá öðrum farþega, sem leyfði henni að drekka áfengið sitt. Hún leitaði síðan kynferðislega á manninn og reyndi meðal annars að klæða hann úr buxunum til að geta veitt honum munngælur.

Maðurinn hafði keypt áfengi handa Whyte á flugvellinum á meðan þau biðu eftir brottför. Hann var með 11 ára son sinn með í för. Manchester Evening News skýrir frá þessu.

Fram kemur að Whyte hafi drukkið rúmlega hálfa flösku af vodka og hafi síðan byrjað að reyna að kyssa og káfa á manninum. Þetta gerðist í maí á síðasta ári. Whyte bauð manninum margoft að veita honum munngælur, strauk honum og sagðist ætla að setja jakkann sinn yfir höfuðið á meðan hún veitti honum munngælur sagði saksóknari fyrir dómi nýlega þegar málið var tekið fyrir. Sagði saksóknarinn að Whyte hafi einnig reynt að klæða sig úr buxunum og nærfötum.

Whyte var flutt aftur til Englands fljótlega eftir komuna til Tyrklands og var handtekin við heimkomuna. Barnsfaðir hennar tók við dóttur þeirra og hafði hjá sér næstu sex vikurnar á meðan rannsókn málsins stóð yfir.

Whyte sagði lögreglunni að hún hefði tekið Diazepam og kódín og drukkið áfengi ofan í. Hún hafi ekki vitað að þessi blanda hefði þessi áhrif á hana.

Whyte var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisofbeldi og að hafa verið ölvuð um borð í flugvélinni. Hún hefur fengið dóttur sína aftur til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju