fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Nú mega samkynhneigðir karlar gefa blóð í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 20:30

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar á reglum um blóðgjöf í Danmörku hafa verið í farvatninu í eitt og hálft ár. Í ágúst árið 2018 sagði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ellen Trane Nørby, að karlmenn sem hefðu stundað kynlíf með öðrum karlmönnum ættu að hafa möguleika á að gefa blóð, óskuðu þeir þess. Þeir hafa ekki mátt gefa blóð síðan 1988, þegar aids faraldurinn gekk yfir Danmörku. Yfir einu og hálfu ári seinna taka breytingar á reglum um blóðgjöf loksins gildi.

Fram til þessa hafa samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn ekki mátt gefa blóð, vegna þess að heilbrigðisyfirvöld töldu að þeir ættu frekar á hættu að smitast af hiv veirunni. Reglurnar hafa lengi þótt bæði gamaldags og að þær hafi mismunað fólki. Nú munu karlmenn sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum geta gefið blóð, það verða þó að vera liðnir að minnsta kosti fjórir mánuðir síðan þeir stunduðu kynlíf.

Margir gleðjast yfir reglubreytingunum, þar á meðal Félag blóðgjafa í Danmörku. Fulltrúi félagsins segir að reglurnar hafi verið skynsamlegar þegar þær voru settar, en staðan sé allt önnur í dag. Félagið hefur bent á að reglurnar séu mjög strangar og það sé vel hægt að rýmka þær án þess að það komi niður á öryggi sjúklinga. AIDS-samtökin hafa einnig barist fyrir því að reglunum verði breytt og segja að það þurfi að nútímavæða reglur sem byggja á gömlum veruleika.

LBGT Danmark styðja reglubreytinguna en segja einnig að það að menn megi ekki hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum í fjóra mánuði áður en þeir gefa blóði, útiloki í raun flesta karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað